Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2022 18:06 Jón Ársæll Þórðarson, sjónvarpsmaður. Aðsend Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum. Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum.
Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira