Ein besta knattspyrnukona Svía setur skóna upp á hillu og gerist lögreglukona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 17:00 Nilla Fischer var lengi fyrirliði sænska landsliðsins og hér heilsar hún Katrínu Jónsdóttur, þáverandi fyrirliða Íslands, fyrir leik þjóðanna. Getty/Vasco Celio Sænska knattspyrnukonan Nilla Fischer hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum en hún segir að skrokkurinn sinn þoli ekki meira. Eftir magnaðan fótboltaferil verður spennan örugglega ekkert minna á nýjum starfsvettvangi. Hún ætlar nefnilega að gerast lögreglukona. Sweden's Nilla Fischer has today announced her retirement from professional football! We wish you the best of luck in the future, Nilla @svenskfotboll | @fischer_nilla pic.twitter.com/WPDa3Ccqyv— UEFA Women's EURO (@WEURO) December 12, 2022 „Þetta er ógnvekjandi en um leið spennandi áskorun,“ sagði Nilla Fischer en Aftonbladet segir frá. Fischer spilaði alls 189 landsleiki fyrir Svía og skoraði í þeim 23 mörk en hún endaði landsliðsferil sinn fyrir ári síðan. Fischer spilaði oftast sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en var ávallt skeinuhætt í föstum leikatriðum. Stærstan hluta síns ferils þótti Fischer vera í hóp bestu varnarmanna heims og hún vann titla með sínum félagsliðum. Swedish national team player and Linköping FC defender Nilla Fischer retires. What a career she has had and what a player and character she is and has been on and off the pitch. https://t.co/GcNfsk98aK— Mia Eriksson (@mia_eriksson) December 12, 2022 Síðustu árin spilaði Fischer með Linköping en hún var lengi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska stórliðinu VfL Wolfsburg. Þá spilaði hún einnig með Ásthildi og Þóru Björg Helgadætrum hjá LdB FC Malmö. „Það er kominn tími til að kveðja fyrstu ástina. Þetta hefur verið svo frábær lífsreynsla í svo mörg ár. Takk fyrir allt, skrifaði Nilla Fischer á samfélagsmiðla. Fram undan er nám við lögregluskólann hjá hinnu 38 ára gömlu Nillu. „Ég þekki það vel að vinna í hópi og ég er vön æfingum og líkamlega þættinum. Ég hef aftur á móti ekkert forskot í bóknáminu enda hef ég ekki lært neitt síðan ég var í gagnfræðisskóla. Vonandi læri ég,“ sagði Fischer. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Eftir magnaðan fótboltaferil verður spennan örugglega ekkert minna á nýjum starfsvettvangi. Hún ætlar nefnilega að gerast lögreglukona. Sweden's Nilla Fischer has today announced her retirement from professional football! We wish you the best of luck in the future, Nilla @svenskfotboll | @fischer_nilla pic.twitter.com/WPDa3Ccqyv— UEFA Women's EURO (@WEURO) December 12, 2022 „Þetta er ógnvekjandi en um leið spennandi áskorun,“ sagði Nilla Fischer en Aftonbladet segir frá. Fischer spilaði alls 189 landsleiki fyrir Svía og skoraði í þeim 23 mörk en hún endaði landsliðsferil sinn fyrir ári síðan. Fischer spilaði oftast sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en var ávallt skeinuhætt í föstum leikatriðum. Stærstan hluta síns ferils þótti Fischer vera í hóp bestu varnarmanna heims og hún vann titla með sínum félagsliðum. Swedish national team player and Linköping FC defender Nilla Fischer retires. What a career she has had and what a player and character she is and has been on and off the pitch. https://t.co/GcNfsk98aK— Mia Eriksson (@mia_eriksson) December 12, 2022 Síðustu árin spilaði Fischer með Linköping en hún var lengi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska stórliðinu VfL Wolfsburg. Þá spilaði hún einnig með Ásthildi og Þóru Björg Helgadætrum hjá LdB FC Malmö. „Það er kominn tími til að kveðja fyrstu ástina. Þetta hefur verið svo frábær lífsreynsla í svo mörg ár. Takk fyrir allt, skrifaði Nilla Fischer á samfélagsmiðla. Fram undan er nám við lögregluskólann hjá hinnu 38 ára gömlu Nillu. „Ég þekki það vel að vinna í hópi og ég er vön æfingum og líkamlega þættinum. Ég hef aftur á móti ekkert forskot í bóknáminu enda hef ég ekki lært neitt síðan ég var í gagnfræðisskóla. Vonandi læri ég,“ sagði Fischer.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira