„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 11. desember 2022 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið. „Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum. UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
„Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum.
UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41