Konan sem neitar að vera forsetafrú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. desember 2022 15:01 Gabriel Boric, forseti Chile og sambýliskona hans, Irina Karamanos við embættistöku Boric þ. 11. mars sl. Getty/Marcelo Hernandez Eiginkona forseta Chile hefur ákveðið að reka sjálfa sig sem forsetafrú landsins. Hún segir að aðrir geti sinnt skyldum forsetafrúarinnar, hún hafi nóg annað við tímann að gera. Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda. Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda.
Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15
35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45