Maté Dalmay: Skemmtilegast að vinna leikina þegar þú ert ekkert að spila neitt rosalega vel Sverrir Mar Smárason skrifar 8. desember 2022 23:25 Maté Dalmay er brúnaþungur á þessari mynd enda gömul mynd úr tapleik. Hann var það ekki í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Haukar unnu dramatískan eins stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem sigurkarfan var skoruð þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var mjög sætt sko. Skemmtilegast að vinna leikina þegar þú ert ekkert að spila neitt rosalega vel, sóknarlega allavega,“ sagði Maté skælbrosandi. Haukar voru yfir nánast allan leikinn, mest með 15 stiga forystu, en tvisvar náðu Stjörnumenn þó að koma til baka á skömmum kafla. Spyrli fannst það ekki hafa slegið Haukana mikið útaf laginu. „Jú það tók alveg dampinn úr okkar leik. Við stífnum alveg upp í fjórða leikhluta og hvort það séu villuvandræði í bland við fámenna róteringu og annað eins. Við vorum ekki góðir í fjórða leikhluta sóknarlega en flottir í þriðja leikhluta. Náðum líka þar 12-13 stiga forystu. Svo fáum við ágætis skot hérna en það skrúfast held ég 3-4 frá Orra úr horninu upp úr. „Grit and grind“ sigur bara,“ slétti Maté. Maté talaði um villuvandræði og ekki af ástæðulausu þar sem tveir hans stærstu menn voru snemma komnir í fjórar villur. Norbertas Giga var á fjórum villum allan síðari hálfleik á meðan Daniel Mortensen fékk sína fjórðu villu þegar 5 mínútur voru til leiksloka. „Þetta er erfiðasta „matchuppið“ fyrir Giga því Jucikas er þyngri en hann og hann er mjög vel skólaður. Gef Stjörnunni það að þeir voru mjög agaðir í því að leita að honum þegar mínir menn voru komnir í villuvandræði. Við leystum það stundum allt í lagi með einhverjum tvöföldunum og annað eins. Mjög erfitt að spila með þá báða á fjórum villum. Giga fékk einhverja draugavillu hérna í fyrstu sókn og er þá á fjórum allan leikinn,“ sagði Maté um villur sinna manna. Fyrir leik ræddi spyrill við Maté um hvernig hann hygðist loka á Robert Turner, leikmann Stjörnunnar, sem var með tæp 30 stig að meðaltali skoruð í leik fram að þessum. Hann sagðist hafa leiðir en reiknaði ekki með að halda honum í neinum fimm stigum. Turner fór ekki að finna pláss fyrr en í lok leiks og endaði með 19 stig í dag. „Ég held hann hafi skorað einhver sex stig þegar leið á úr „transition“ þegar við náðum ekki að setja upp vörnina okkar. Einstaklingsvörnin hjá Darwin Davis var upp á tíu og oft á tíðum var hjálparvörnin líka mjög frábær. Við þurfum í raun og veru, vegna þess að Darwin spilaði svo góða vörn, hélt honum alveg fyrir framan og „contestaði“ öll skotin hans fullkomlega, þá þurftum við ekkert mikið að fara í hjálpina, að byggja veggi og alls konar krúsídúllur sem við vorum búnir að æfa því hann geðri svo vel á hann einn á einn,“ sagði Maté um vörn sinna manna. Haukar fara með sigrinum upp í þriðja sætið með 12 stig, tveimur stigum frá toppi deildarinnar. Aðspurður hvort hann hyggst sækja nýjan mann til þess að keppast almennilega í toppnum svaraði Maté, „ég veit það ekki, við erum mjög ánægðir með hópinn eins og hann er. Hins vegar er hópurinn fljótur að verða þunnur þegar tveir af fyrstu sjö meiðast. Ég er mjög ánægðir með Emil, Alex og Alexander í dag en við erum klárlega með þynnsta hópinn eins og staðan er núna í úrvalsdeildinni. Hvort við lítum í kringum okkur þá þurfum við bara að skoða það um mánaðarmótin, taka fund og athuga hvað menn vilja gera þegar næsti leikur er búinn. Það kannski líka fer eftir því hvernig meiðslin hjá Róberti og Breka eru. Þeir eru að fá úr myndartökum og annað en við vitum ekki alveg stöðuna á þeim.“ Haukar Stjarnan Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
„Þetta var mjög sætt sko. Skemmtilegast að vinna leikina þegar þú ert ekkert að spila neitt rosalega vel, sóknarlega allavega,“ sagði Maté skælbrosandi. Haukar voru yfir nánast allan leikinn, mest með 15 stiga forystu, en tvisvar náðu Stjörnumenn þó að koma til baka á skömmum kafla. Spyrli fannst það ekki hafa slegið Haukana mikið útaf laginu. „Jú það tók alveg dampinn úr okkar leik. Við stífnum alveg upp í fjórða leikhluta og hvort það séu villuvandræði í bland við fámenna róteringu og annað eins. Við vorum ekki góðir í fjórða leikhluta sóknarlega en flottir í þriðja leikhluta. Náðum líka þar 12-13 stiga forystu. Svo fáum við ágætis skot hérna en það skrúfast held ég 3-4 frá Orra úr horninu upp úr. „Grit and grind“ sigur bara,“ slétti Maté. Maté talaði um villuvandræði og ekki af ástæðulausu þar sem tveir hans stærstu menn voru snemma komnir í fjórar villur. Norbertas Giga var á fjórum villum allan síðari hálfleik á meðan Daniel Mortensen fékk sína fjórðu villu þegar 5 mínútur voru til leiksloka. „Þetta er erfiðasta „matchuppið“ fyrir Giga því Jucikas er þyngri en hann og hann er mjög vel skólaður. Gef Stjörnunni það að þeir voru mjög agaðir í því að leita að honum þegar mínir menn voru komnir í villuvandræði. Við leystum það stundum allt í lagi með einhverjum tvöföldunum og annað eins. Mjög erfitt að spila með þá báða á fjórum villum. Giga fékk einhverja draugavillu hérna í fyrstu sókn og er þá á fjórum allan leikinn,“ sagði Maté um villur sinna manna. Fyrir leik ræddi spyrill við Maté um hvernig hann hygðist loka á Robert Turner, leikmann Stjörnunnar, sem var með tæp 30 stig að meðaltali skoruð í leik fram að þessum. Hann sagðist hafa leiðir en reiknaði ekki með að halda honum í neinum fimm stigum. Turner fór ekki að finna pláss fyrr en í lok leiks og endaði með 19 stig í dag. „Ég held hann hafi skorað einhver sex stig þegar leið á úr „transition“ þegar við náðum ekki að setja upp vörnina okkar. Einstaklingsvörnin hjá Darwin Davis var upp á tíu og oft á tíðum var hjálparvörnin líka mjög frábær. Við þurfum í raun og veru, vegna þess að Darwin spilaði svo góða vörn, hélt honum alveg fyrir framan og „contestaði“ öll skotin hans fullkomlega, þá þurftum við ekkert mikið að fara í hjálpina, að byggja veggi og alls konar krúsídúllur sem við vorum búnir að æfa því hann geðri svo vel á hann einn á einn,“ sagði Maté um vörn sinna manna. Haukar fara með sigrinum upp í þriðja sætið með 12 stig, tveimur stigum frá toppi deildarinnar. Aðspurður hvort hann hyggst sækja nýjan mann til þess að keppast almennilega í toppnum svaraði Maté, „ég veit það ekki, við erum mjög ánægðir með hópinn eins og hann er. Hins vegar er hópurinn fljótur að verða þunnur þegar tveir af fyrstu sjö meiðast. Ég er mjög ánægðir með Emil, Alex og Alexander í dag en við erum klárlega með þynnsta hópinn eins og staðan er núna í úrvalsdeildinni. Hvort við lítum í kringum okkur þá þurfum við bara að skoða það um mánaðarmótin, taka fund og athuga hvað menn vilja gera þegar næsti leikur er búinn. Það kannski líka fer eftir því hvernig meiðslin hjá Róberti og Breka eru. Þeir eru að fá úr myndartökum og annað en við vitum ekki alveg stöðuna á þeim.“
Haukar Stjarnan Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira