Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. desember 2022 23:18 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum. Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum. Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum.
Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira