Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í hryðjuverkamálinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 14:22 Mennirnir hafa verið í varðhaldi í ellefu vikur. Vísir Héraðsaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á morgun en þeir hafa verið í varðhaldi í ellefu vikur og rennur ákærufrestur út í næstu viku. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki gefið upp hversu langt varðhald yrði farið fram á en samkvæmt heimildum fréttastofu verður farið fram á fjórar vikur. Mennirnir voru handteknir í seinni hluta september og hafa verið í varðhaldi í ellefu vikur. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út í næstu viku. Því má gera ráð fyrir að ákæra verði gefin út á allra næstu dögum. Ólafur greindi frá því í síðustu viku að rannsókn á málinu væri lokið og að gögn væru komin til saksóknara sem tæki ákvörðun um næstu skref og hvort ákæra yrði gefin út. Annars vegar beindist rannsóknin á brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri hafa stöðu sakbornings í tengslum við málið en fjórir voru handteknir í september í umfangsmiklum aðgerðum víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá lagði lögregla hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Upp komst um málið eftir að upplýsingar um rannsókn sem hafði staðið yfir í nokkrar vikur, og sneri að framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum, leiddi til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku. 30. nóvember 2022 16:32 Rannsókn á hryðjuverkamáli langt komin og styttist í ákærufrest Héraðssaksóknari sækist eftir að tveir menn sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum verði áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn er langt á veg komin en ákærufrestur í málinu rennur út um miðjan desember. 23. nóvember 2022 15:54 Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki gefið upp hversu langt varðhald yrði farið fram á en samkvæmt heimildum fréttastofu verður farið fram á fjórar vikur. Mennirnir voru handteknir í seinni hluta september og hafa verið í varðhaldi í ellefu vikur. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út í næstu viku. Því má gera ráð fyrir að ákæra verði gefin út á allra næstu dögum. Ólafur greindi frá því í síðustu viku að rannsókn á málinu væri lokið og að gögn væru komin til saksóknara sem tæki ákvörðun um næstu skref og hvort ákæra yrði gefin út. Annars vegar beindist rannsóknin á brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri hafa stöðu sakbornings í tengslum við málið en fjórir voru handteknir í september í umfangsmiklum aðgerðum víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá lagði lögregla hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Upp komst um málið eftir að upplýsingar um rannsókn sem hafði staðið yfir í nokkrar vikur, og sneri að framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum, leiddi til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku. 30. nóvember 2022 16:32 Rannsókn á hryðjuverkamáli langt komin og styttist í ákærufrest Héraðssaksóknari sækist eftir að tveir menn sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum verði áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn er langt á veg komin en ákærufrestur í málinu rennur út um miðjan desember. 23. nóvember 2022 15:54 Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku. 30. nóvember 2022 16:32
Rannsókn á hryðjuverkamáli langt komin og styttist í ákærufrest Héraðssaksóknari sækist eftir að tveir menn sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum verði áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn er langt á veg komin en ákærufrestur í málinu rennur út um miðjan desember. 23. nóvember 2022 15:54
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55