Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. desember 2022 23:28 Þórdís Kolbrún heimsótti SOS-barnaþorpið fyrsta degi vinnuheimsóknar til Malaví. Stjórnarráðið Helmingur barna á barnaheimili í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti barnaþorpið í dag. Þórdís Kolbrún heimsótti SOS-barnaþorpið fyrsta degi vinnuheimsóknar til Malaví, elsta samstarfsríkis Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hope Msosa, aðstoðarframkvæmdastjóri SOS í Malaví tók á móti Þórdísi og upplýsti hana um helstu samtakanna í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í tilkynningunni kemur fram að SOS Barnaþorpin séu fjögur í Malaví og að samtökin sjá 433 umkomulausum og yfirgefnum börnum fyrir heimilum í landinu. „Þar af eiga 166 þeirra styrktarforeldra á Íslandi. Hlutfallið er enn hærra í barnaþorpinu í Lilongve, eða 43 börn af 88.“ Helmingur barna á SOS barnaheimilinu í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra.Stjórnarráðið „Frjáls félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og ráðuneytið gerði fyrr á árinu rammasamninga við nokkur þeirra, þar á meðal SOS Barnaþorpin, sem við höfum átt langt og farsælt samstarf við. Það er mjög ánægjulegt að kynnast starfi samtakanna í Malaví og sjá með eigin augum að velferð barnanna er sett í öndvegi. Mér finnst einnig mikið koma til þeirrar nýju áherslu samtakanna að styðja við nærsamfélagið með verkefnum á sviði fjölskyldueflingar,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni. Fyrr á þessu ári hófu SOS Barnaþorpin á Íslandi að styðja við sérstakt fjölskyldueflingarverkefni í Malaví. Markmið verkefnisins er að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. „Stuðningurinn nær til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem vegna bágra aðstæðna heima fyrir fá ekki grunnþörfum sínum mætt. Önnur 15 þúsund börn frá 500 heimilum njóta óbeint góðs af verkefninu því hluti þess er að styðja veikbyggða innviði í samfélaginu. Alls eru um ein milljón barna í Malaví sem hafa misst annað foreldri sitt eða báða og þurfa á ríkum stuðningi að halda,“ segir í tilkynningunni. Þórdís Kolbrún mun einnig eiga fund með fulltrúum Rauða krossins í Malaví í vikunni en Rauði krossinn á Íslandi hefur um tveggja áratuga skeið átt í samstarfi við systurfélagið í Malaví. Hjálparstarf Utanríkismál Malaví Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Þórdís Kolbrún heimsótti SOS-barnaþorpið fyrsta degi vinnuheimsóknar til Malaví, elsta samstarfsríkis Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hope Msosa, aðstoðarframkvæmdastjóri SOS í Malaví tók á móti Þórdísi og upplýsti hana um helstu samtakanna í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í tilkynningunni kemur fram að SOS Barnaþorpin séu fjögur í Malaví og að samtökin sjá 433 umkomulausum og yfirgefnum börnum fyrir heimilum í landinu. „Þar af eiga 166 þeirra styrktarforeldra á Íslandi. Hlutfallið er enn hærra í barnaþorpinu í Lilongve, eða 43 börn af 88.“ Helmingur barna á SOS barnaheimilinu í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra.Stjórnarráðið „Frjáls félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og ráðuneytið gerði fyrr á árinu rammasamninga við nokkur þeirra, þar á meðal SOS Barnaþorpin, sem við höfum átt langt og farsælt samstarf við. Það er mjög ánægjulegt að kynnast starfi samtakanna í Malaví og sjá með eigin augum að velferð barnanna er sett í öndvegi. Mér finnst einnig mikið koma til þeirrar nýju áherslu samtakanna að styðja við nærsamfélagið með verkefnum á sviði fjölskyldueflingar,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni. Fyrr á þessu ári hófu SOS Barnaþorpin á Íslandi að styðja við sérstakt fjölskyldueflingarverkefni í Malaví. Markmið verkefnisins er að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. „Stuðningurinn nær til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem vegna bágra aðstæðna heima fyrir fá ekki grunnþörfum sínum mætt. Önnur 15 þúsund börn frá 500 heimilum njóta óbeint góðs af verkefninu því hluti þess er að styðja veikbyggða innviði í samfélaginu. Alls eru um ein milljón barna í Malaví sem hafa misst annað foreldri sitt eða báða og þurfa á ríkum stuðningi að halda,“ segir í tilkynningunni. Þórdís Kolbrún mun einnig eiga fund með fulltrúum Rauða krossins í Malaví í vikunni en Rauði krossinn á Íslandi hefur um tveggja áratuga skeið átt í samstarfi við systurfélagið í Malaví.
Hjálparstarf Utanríkismál Malaví Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira