Mannréttindamál og viðskiptatækifæri Snorri Másson skrifar 3. desember 2022 20:11 Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Áslaugu Briem frá Ferðamálastofu hvatningarverðlaun ÖBÍ í dag. ÖBÍ Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag. 3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks á ári hverju þar sem vakin er athygli á réttindabaráttu hópsins. Á þessum degi veitir Öryrkjabandalag Íslands líka Hvatningarverðlaun til hópa eða einstaklinga fyrir lofsverð framlög á þessu sviði, og þetta árið var það Ferðamálastofa sem hreppti verðlaunin fyrir verkefnið "Gott aðgengi í ferðaþjónustu." Þar var búinn til ákveðinn sjálfsmatsstaðall fyrir fyrirtæki um aðgengi á staðnum. „Ef þau staðfesta að þau uppfylli þær kröfur sem eru gerðar, fá þau merki verkefnisins Gott aðgengi og geta merkt sig sjálf og eru merkt miðlæg í gagnagrunni Ferðamálastofu og á Visit Iceland og fleiri síðum,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála á Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Framtakið hefur stuðlað bæði að bættu aðgengi og betri skráningu á aðgengi víða um land. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar - það gerir um milljarð á heimsvísu, en um 57.000 manns hér á landi. „Að vera með gott aðgengi er auðvitað mannréttindamál og hluti af ábyrgri starfsemi fyrirtækja að huga vel að aðgenginu. En við erum að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum að þetta er líka gott viðskiptatækifæri, því það kemur í ljós þegar þessi markhópar hafa verið skoðaðir af okkar sérfræðingum að þeir eru mjög stórir og mjög vaxandi til framtíðar. Ekki síst eldri borgarar, sá markhópur, þeir hafa þörf fyrir gott aðgengi,“ segir Áslaug. Áslaug bætir því við að það vaxi sumum fyrirtækjum í augum að kostnaður við að bæta aðgengi kunni að reynast mjög mikill, en að hið rétta sé að það kosti oft ekki mikið og það borgi sig. En talandi um eldri borgara og aðgengi í ferðaþjónustu... Það var einmitt verið að tala um það nýverið í fréttum hjá okkur að það væri verið að skoða það að setja kláf upp Esju. Áslaug: „Ég þekki það ekki en finnst það bara skemmtileg hugmynd. Það bara væri flott, þeir huga vonandi að öllum þáttum aðgengis fyrir fatlaða,“ segir Áslaug. Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Tengdar fréttir Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks á ári hverju þar sem vakin er athygli á réttindabaráttu hópsins. Á þessum degi veitir Öryrkjabandalag Íslands líka Hvatningarverðlaun til hópa eða einstaklinga fyrir lofsverð framlög á þessu sviði, og þetta árið var það Ferðamálastofa sem hreppti verðlaunin fyrir verkefnið "Gott aðgengi í ferðaþjónustu." Þar var búinn til ákveðinn sjálfsmatsstaðall fyrir fyrirtæki um aðgengi á staðnum. „Ef þau staðfesta að þau uppfylli þær kröfur sem eru gerðar, fá þau merki verkefnisins Gott aðgengi og geta merkt sig sjálf og eru merkt miðlæg í gagnagrunni Ferðamálastofu og á Visit Iceland og fleiri síðum,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála á Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Framtakið hefur stuðlað bæði að bættu aðgengi og betri skráningu á aðgengi víða um land. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar - það gerir um milljarð á heimsvísu, en um 57.000 manns hér á landi. „Að vera með gott aðgengi er auðvitað mannréttindamál og hluti af ábyrgri starfsemi fyrirtækja að huga vel að aðgenginu. En við erum að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum að þetta er líka gott viðskiptatækifæri, því það kemur í ljós þegar þessi markhópar hafa verið skoðaðir af okkar sérfræðingum að þeir eru mjög stórir og mjög vaxandi til framtíðar. Ekki síst eldri borgarar, sá markhópur, þeir hafa þörf fyrir gott aðgengi,“ segir Áslaug. Áslaug bætir því við að það vaxi sumum fyrirtækjum í augum að kostnaður við að bæta aðgengi kunni að reynast mjög mikill, en að hið rétta sé að það kosti oft ekki mikið og það borgi sig. En talandi um eldri borgara og aðgengi í ferðaþjónustu... Það var einmitt verið að tala um það nýverið í fréttum hjá okkur að það væri verið að skoða það að setja kláf upp Esju. Áslaug: „Ég þekki það ekki en finnst það bara skemmtileg hugmynd. Það bara væri flott, þeir huga vonandi að öllum þáttum aðgengis fyrir fatlaða,“ segir Áslaug.
Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Tengdar fréttir Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56