Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2022 21:05 Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri er efins um skynsemi þess að sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina ríkisstofnun enda segir hann að Skógræktarinnar vegna sé engin þörf á sameiningu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur ákveðið að Skógræktin og Landgræðslan verði sameinaðar í eina ríkisstofnun. Mörgum finnst þetta skynsamlegt en aðrir eru ekki jafn sannfærðir eins og skógræktarstjóri sjálfur. „Skógræktarinnar vegna er engin þörf á að sameina að mínu mati. Hitti er svo annað mál að ég sé alveg möguleikana í sameiningu og það eru talsverðir möguleikar á að mynda öfluga stofnun en það þarf auðvitað að standa vel að því og allt það,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Skógræktarinnar vegna er ekki knýjandi ástæða, það gengur vel hjá okkur, við eru á góðri siglingu, það er framgangur í skógrækt og okkur tekst vel til. Þá er spurning þegar vel gengur hvort að einhver breyting á því sé af hinu góða eða hinu slæma og það veit maður ekkert náttúrulega fyrir fram.“ Um 130 manns vinna hjá báðum stofnunum í dag. Þröstur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvar höfuðstöðvar nýrrar stofunnar ættu að vera en nefnir þó þessa fjóra staði. Höfuðstvöðar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Egilsstaðir að sjálfsögðu, Gunnarsholt, Akureyri og Selfoss.“ Hvernig leggst þessi sameining í þitt starfsfólk? „Misjafnlega. Það eru flestir bara blátt áfram um að láta þetta ganga, það er alveg ljóst, hvað svo sem þeim finnst um það, þar að segja hvort þeim finnist það jákvætt eða neikvætt, þá er starfsfólk almennt blátt áfram um að þetta gangi vel,“ segir Þröstur. Höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Akureyri Múlaþing Árborg Rangárþing ytra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur ákveðið að Skógræktin og Landgræðslan verði sameinaðar í eina ríkisstofnun. Mörgum finnst þetta skynsamlegt en aðrir eru ekki jafn sannfærðir eins og skógræktarstjóri sjálfur. „Skógræktarinnar vegna er engin þörf á að sameina að mínu mati. Hitti er svo annað mál að ég sé alveg möguleikana í sameiningu og það eru talsverðir möguleikar á að mynda öfluga stofnun en það þarf auðvitað að standa vel að því og allt það,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Skógræktarinnar vegna er ekki knýjandi ástæða, það gengur vel hjá okkur, við eru á góðri siglingu, það er framgangur í skógrækt og okkur tekst vel til. Þá er spurning þegar vel gengur hvort að einhver breyting á því sé af hinu góða eða hinu slæma og það veit maður ekkert náttúrulega fyrir fram.“ Um 130 manns vinna hjá báðum stofnunum í dag. Þröstur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvar höfuðstöðvar nýrrar stofunnar ættu að vera en nefnir þó þessa fjóra staði. Höfuðstvöðar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Egilsstaðir að sjálfsögðu, Gunnarsholt, Akureyri og Selfoss.“ Hvernig leggst þessi sameining í þitt starfsfólk? „Misjafnlega. Það eru flestir bara blátt áfram um að láta þetta ganga, það er alveg ljóst, hvað svo sem þeim finnst um það, þar að segja hvort þeim finnist það jákvætt eða neikvætt, þá er starfsfólk almennt blátt áfram um að þetta gangi vel,“ segir Þröstur. Höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Akureyri Múlaþing Árborg Rangárþing ytra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira