Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 10:56 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, um borð í japönsku herskipi fyrr í mánuðinum. EPA/ISSEI KATO Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Ráðherrann segir þetta vegna sífellt versnandi öryggisástands á svæðinu. Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Japanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í ríkið. Samkvæmt frétt Japan Times hafa yfirvöld í Japan lengi haldið sig við að verja um einu prósenti af GDP til varnarmála en með þessu á að færa ríkið nær þeim staðli sem miðað er við innan Atlantshafsbandalagsins, þó flest ríki bandalagsins nái því ekki. Fjárhagsstaða Japans þykir ekki góð um þessar mundir en samkvæmt JT hafa ráðgjafar Kishida lagt til niðurskurð og skattlagningu til að fjármagna fjárútlátin. Japanskar orrustuþotur á flugi. Japanir vilja byggja upp getu til að gera árásir á herstöðvar og stjórnstöðvar óvina sinna.EPA/ISSEI KATO Hröð fólksfækkun grefur undan öryggi Japan í þriðja sæti heimsins yfir stærstu hagkerfin en framfærslukostnaður er mikill og launahækkanir hafa ekki haldið í við hækkun kostnaðar. Það er talið meðal ástæðna fyrir því að íbúafjöldi hefur dregist saman á Japan og þjóðin hefur elst mjög. Íbúafjöldi Japans stendur í rúmum 125 milljónum og hefur hann dregist saman í um fjórtán ár. Spár gera ráð fyrir að fólksfækkunin muni halda áfram til ársins 2060 þá verði Japanir alls 86,7 milljónir talsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aldrei fæðst færri börn í Japan en á þessu ári. Alls fæddust 599.636 börn frá janúar til september og er það 4,9 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Allt síðasta ár fæddust 811.000 börn í Japan og er útlit fyrir að færri börn fæðist á þessu ári. Ungt fólk er sagt forðast það að eignast börn og stofna fjölskyldur vegna erfiðs ástands á vinnumarkaði, erfiðra samgangna og menningar sem hæfist ekki því að báðir foreldrar í fjölskyldu séu útivinnandi. Nefnd sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um að þessi samdráttur gæti dregið úr þjóðaröryggi Japans á komandi árum. Vilja geta gert árásir Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stjórnarskrá Japans meinað herafla ríkisins að starfa utan landamæra þess en japanskir ráðamenn hafa á undanförnum árum lagt til að Japanir auki getu sína til árása. Flokkur Kishida hefur lagt til að Japanir komi upp getu til að gera árásir á stjórnstöðvar og herstöðvar mögulegra óvina ef slíkir gerðu árás á Japan. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Stuðningsmenn þessarar áætlunar segja að hún myndi gera Japönum kleift að standa frekar í hárinu á Kínverjum og Norður-Kóreumönnum. JT segir nýlega könnun benda til þess að rúmlega sextíu prósent Japana séu fylgjandi því. Kishida gaf í skyn á þingi í morgun að til stæði að byggja upp loftvarnir Japans og byggja upp getu til árása, eins og til dæmis með stýriflaugum, og að það myndi senda þeim sem ógni Japan skýr skilaboð. Japan Hernaður Kína Taívan Norður-Kórea Tengdar fréttir Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10 Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Ráðherrann segir þetta vegna sífellt versnandi öryggisástands á svæðinu. Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Japanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í ríkið. Samkvæmt frétt Japan Times hafa yfirvöld í Japan lengi haldið sig við að verja um einu prósenti af GDP til varnarmála en með þessu á að færa ríkið nær þeim staðli sem miðað er við innan Atlantshafsbandalagsins, þó flest ríki bandalagsins nái því ekki. Fjárhagsstaða Japans þykir ekki góð um þessar mundir en samkvæmt JT hafa ráðgjafar Kishida lagt til niðurskurð og skattlagningu til að fjármagna fjárútlátin. Japanskar orrustuþotur á flugi. Japanir vilja byggja upp getu til að gera árásir á herstöðvar og stjórnstöðvar óvina sinna.EPA/ISSEI KATO Hröð fólksfækkun grefur undan öryggi Japan í þriðja sæti heimsins yfir stærstu hagkerfin en framfærslukostnaður er mikill og launahækkanir hafa ekki haldið í við hækkun kostnaðar. Það er talið meðal ástæðna fyrir því að íbúafjöldi hefur dregist saman á Japan og þjóðin hefur elst mjög. Íbúafjöldi Japans stendur í rúmum 125 milljónum og hefur hann dregist saman í um fjórtán ár. Spár gera ráð fyrir að fólksfækkunin muni halda áfram til ársins 2060 þá verði Japanir alls 86,7 milljónir talsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aldrei fæðst færri börn í Japan en á þessu ári. Alls fæddust 599.636 börn frá janúar til september og er það 4,9 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Allt síðasta ár fæddust 811.000 börn í Japan og er útlit fyrir að færri börn fæðist á þessu ári. Ungt fólk er sagt forðast það að eignast börn og stofna fjölskyldur vegna erfiðs ástands á vinnumarkaði, erfiðra samgangna og menningar sem hæfist ekki því að báðir foreldrar í fjölskyldu séu útivinnandi. Nefnd sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um að þessi samdráttur gæti dregið úr þjóðaröryggi Japans á komandi árum. Vilja geta gert árásir Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stjórnarskrá Japans meinað herafla ríkisins að starfa utan landamæra þess en japanskir ráðamenn hafa á undanförnum árum lagt til að Japanir auki getu sína til árása. Flokkur Kishida hefur lagt til að Japanir komi upp getu til að gera árásir á stjórnstöðvar og herstöðvar mögulegra óvina ef slíkir gerðu árás á Japan. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Stuðningsmenn þessarar áætlunar segja að hún myndi gera Japönum kleift að standa frekar í hárinu á Kínverjum og Norður-Kóreumönnum. JT segir nýlega könnun benda til þess að rúmlega sextíu prósent Japana séu fylgjandi því. Kishida gaf í skyn á þingi í morgun að til stæði að byggja upp loftvarnir Japans og byggja upp getu til árása, eins og til dæmis með stýriflaugum, og að það myndi senda þeim sem ógni Japan skýr skilaboð.
Japan Hernaður Kína Taívan Norður-Kórea Tengdar fréttir Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10 Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10
Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43
Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56