Opnuðu hverfisbar sem minnir á stofuna hennar ömmu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 16:31 Eigendur baranna Jungle og Bingo eru Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktson og Sindri Árnason. Aðsent Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktson og Sindri Árnason opnuðu í síðuasta mánuði nýjan bar í miðbænum. Bingo Drinkery opnaði þann 9 nóvember, nákvæmlega þremur árum og einum degi eftir að fyrsti staður þeirra, Jungle Cocktail Bar, opnaði á sínum tíma. „Bingo Drinkery er casual hverfisbar með íslenskt handverksöl og kokteila í fáranlega kósy stofu sem minnir helst á stofuna hennar ömmu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Staðurinn er skreyttur nánast einungis með gömlum munum sem við fundum annaðhvort í góða hirðinum eða falið í kjallaranum hjá ömmum okkar og öfum. Það gerir það að verkum að staðurinn verðum mjög hlýlegur og virkilega þæginlegur til að sitja á og sötra á ísköldum drykk,” segir hann um stemninguna. Markmiðið var að skapa þægilega stemningu. Á staðnum er jafn mikil áhersla lögð á bjóra og kokteila. Hugmyndin var að opna stað þar sem þessir tveir heimar fá að koma saman. „Markmiðið er síðan alltaf að hafa einhverja bjórkokteila í boði eins og til dæmis drykkurinn Espresso Brewtini þar sem við notum íslenskan stout bjór til að krydda aðeins upp á hinn sígilda Espresso Martini. Staðurinn verður opinn alla daga vikunnar frá og með desember en þangað til verður lokað á mánudögum og þriðjudögum.“ Staðurinn er staðsettur á Skólavörðustíg 8 og gengið inn að aftan hjá bílastæðunum. „Á Bingo verðum við alltaf með allavega átta kokteila á seðli og fjóra bjóra á krana sem breytast reglulega. Ásamt því erum við með heilan helling af skemmtilegum íslenskum bjórum í dósum og allskonar tilraunastarfsemi í kokteilunum fyrir þá sem vilja smakka eitthvað nýtt og framandi.” Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Bingo Drinkery er casual hverfisbar með íslenskt handverksöl og kokteila í fáranlega kósy stofu sem minnir helst á stofuna hennar ömmu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Staðurinn er skreyttur nánast einungis með gömlum munum sem við fundum annaðhvort í góða hirðinum eða falið í kjallaranum hjá ömmum okkar og öfum. Það gerir það að verkum að staðurinn verðum mjög hlýlegur og virkilega þæginlegur til að sitja á og sötra á ísköldum drykk,” segir hann um stemninguna. Markmiðið var að skapa þægilega stemningu. Á staðnum er jafn mikil áhersla lögð á bjóra og kokteila. Hugmyndin var að opna stað þar sem þessir tveir heimar fá að koma saman. „Markmiðið er síðan alltaf að hafa einhverja bjórkokteila í boði eins og til dæmis drykkurinn Espresso Brewtini þar sem við notum íslenskan stout bjór til að krydda aðeins upp á hinn sígilda Espresso Martini. Staðurinn verður opinn alla daga vikunnar frá og með desember en þangað til verður lokað á mánudögum og þriðjudögum.“ Staðurinn er staðsettur á Skólavörðustíg 8 og gengið inn að aftan hjá bílastæðunum. „Á Bingo verðum við alltaf með allavega átta kokteila á seðli og fjóra bjóra á krana sem breytast reglulega. Ásamt því erum við með heilan helling af skemmtilegum íslenskum bjórum í dósum og allskonar tilraunastarfsemi í kokteilunum fyrir þá sem vilja smakka eitthvað nýtt og framandi.”
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira