Byggja sjóböð í Önundarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2022 09:02 Svona líta teikningarnar sem kynntar voru íbúum á svæðinu út. Til stendur að byggja sjóböð við Holtsfjöru í Önundarfirði á næstu misserum. Tillögur að byggingu þeirra voru kynntar íbúum á Flateyri og í Önundarfirði nú á dögunum. Sjóböðin verða byggð af eignarhaldsfélaginu Blævængi ehf. í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og arkitektúrstofuna Sen&Son. Næstu skref í þróun verkefnisins eru náttúrufarsgreining og deiliskipulag svæðisins. „Böðin byggja á sjálfbærri nýtingu á varmaorku úr sjó, einstakri náttúrufegurð og þessari dásamlegu gullnu skeljasandsfjöru sem nú þegar er miðstöð sjóbaða á norðanverðum Vestfjörðum. Nálgun okkar er nærfærin á þann hátt að byggingin og böðin eru hönnuð inn í umhverfið og verða hluti af því,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, verkefnastjóra verkefnisins, í tilkynningu. Pottar, laugar, gufuböð og fleira verða á svæðinu. Tvær bryggjur munu liggja frá lauginni um fjöruna í sjóinn. Annars vegar verður stígur tengdur stuttri flotbryggju og hinsvegar ný löng trébryggja út í fjörðinn þar sem gestir geta farið í stóran heitan pott á bryggjusporðinum. Til að hita upp sturtur, laug og potta hefur Efla unnið tillögur á því að vinna varmaorku úr sjónum. Sjávarhitinn verður nýttur sem orkugjafi og sjónum dælt um sérstaka varmadælu. Í tilkynningunni segir að verkefnið feli því í sér nýsköpun hvað varðar orkuvinnslu á köldum svæðum. Ásamt laugum, pottum og baðströndinni verða veitingastaður, gufuböð, snyrti- og nuddstofa. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði Flateyrar og verður markaðssett undir heitinu Hvítisandur sem er gamalt örnefni fyrir svæðið. vísir Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sjóböðin verða byggð af eignarhaldsfélaginu Blævængi ehf. í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og arkitektúrstofuna Sen&Son. Næstu skref í þróun verkefnisins eru náttúrufarsgreining og deiliskipulag svæðisins. „Böðin byggja á sjálfbærri nýtingu á varmaorku úr sjó, einstakri náttúrufegurð og þessari dásamlegu gullnu skeljasandsfjöru sem nú þegar er miðstöð sjóbaða á norðanverðum Vestfjörðum. Nálgun okkar er nærfærin á þann hátt að byggingin og böðin eru hönnuð inn í umhverfið og verða hluti af því,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, verkefnastjóra verkefnisins, í tilkynningu. Pottar, laugar, gufuböð og fleira verða á svæðinu. Tvær bryggjur munu liggja frá lauginni um fjöruna í sjóinn. Annars vegar verður stígur tengdur stuttri flotbryggju og hinsvegar ný löng trébryggja út í fjörðinn þar sem gestir geta farið í stóran heitan pott á bryggjusporðinum. Til að hita upp sturtur, laug og potta hefur Efla unnið tillögur á því að vinna varmaorku úr sjónum. Sjávarhitinn verður nýttur sem orkugjafi og sjónum dælt um sérstaka varmadælu. Í tilkynningunni segir að verkefnið feli því í sér nýsköpun hvað varðar orkuvinnslu á köldum svæðum. Ásamt laugum, pottum og baðströndinni verða veitingastaður, gufuböð, snyrti- og nuddstofa. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði Flateyrar og verður markaðssett undir heitinu Hvítisandur sem er gamalt örnefni fyrir svæðið. vísir
Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira