Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 09:04 154 nemendur eru nú í flugnámi hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Námið er verklegt og bóklegt en bóklegi hlutinn fer fram í Keili og verklegi hlutinn fer annað hvort fram á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvelli. 154 nemendur eru nú í náminu á öllum stigum þess. „Fólk sækist eftir því að vera flugmenn af því að því langar til þess að sinna starfi, sem er ábyrgðarfullt, með öryggi að leiðarljósi allan daginn og líka ævintýrablóma, sem vill oft verða. Það er ekki í öllum starfsstéttum þar sem þú færð borgað fyrir að horfa út um gluggann,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur segir mikla eftirspurn eftir atvinnuflugmönnum víða um heiminn og ekki síst á Íslandi. „Stærstu flugfélög Íslands eru að stefna á það að ráða um þrjú hundruð flugmenn á næstu tveimur til þremur árum. Þetta sést líka lang best á því að það er verið að kaupa flugvélar og stækka flotann. Og það er talað um að fyrir hverja íslenska flugvél, eða fyrir hverja flugvél, sem kemur á íslenska skrásetningu þá þarf um níu til ellefu flugmenn til að hafa hana í rekstri.“ Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er mest heillandi við það að vera flugmaður? „Að fá að stjórna flottum flugvélum, kynnast og starfa með flottu og mismunandi fólki í krefjandi aðstæðum. Ferðast er auðvitað hluti af þessu og bara upplifa frelsið að vera í loftinu,“ segir Óskar Pétur. Keilir er með flotta flugherma þar sem nemendur fá að æfa sig undir leiðsögn kennara. Nemendur eru mjög ánægðir í náminu þó það kosti fjórtán og hálfa milljón króna. „Við mætum í skólann alla daga og svo bara heim að læra fyrir næsta dag, það er lítið annað, sem er gert á þessum tíma. Konum er alltaf að fjölga í fluginum, sem mér finnst geggjað“, segir Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands. Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Námið er verklegt og bóklegt en bóklegi hlutinn fer fram í Keili og verklegi hlutinn fer annað hvort fram á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvelli. 154 nemendur eru nú í náminu á öllum stigum þess. „Fólk sækist eftir því að vera flugmenn af því að því langar til þess að sinna starfi, sem er ábyrgðarfullt, með öryggi að leiðarljósi allan daginn og líka ævintýrablóma, sem vill oft verða. Það er ekki í öllum starfsstéttum þar sem þú færð borgað fyrir að horfa út um gluggann,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur segir mikla eftirspurn eftir atvinnuflugmönnum víða um heiminn og ekki síst á Íslandi. „Stærstu flugfélög Íslands eru að stefna á það að ráða um þrjú hundruð flugmenn á næstu tveimur til þremur árum. Þetta sést líka lang best á því að það er verið að kaupa flugvélar og stækka flotann. Og það er talað um að fyrir hverja íslenska flugvél, eða fyrir hverja flugvél, sem kemur á íslenska skrásetningu þá þarf um níu til ellefu flugmenn til að hafa hana í rekstri.“ Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er mest heillandi við það að vera flugmaður? „Að fá að stjórna flottum flugvélum, kynnast og starfa með flottu og mismunandi fólki í krefjandi aðstæðum. Ferðast er auðvitað hluti af þessu og bara upplifa frelsið að vera í loftinu,“ segir Óskar Pétur. Keilir er með flotta flugherma þar sem nemendur fá að æfa sig undir leiðsögn kennara. Nemendur eru mjög ánægðir í náminu þó það kosti fjórtán og hálfa milljón króna. „Við mætum í skólann alla daga og svo bara heim að læra fyrir næsta dag, það er lítið annað, sem er gert á þessum tíma. Konum er alltaf að fjölga í fluginum, sem mér finnst geggjað“, segir Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands. Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira