Segir að yfirvöld í Sádi-Arabíu styðji kaup á Manchester United og Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 06:30 Prins Abdulaziz bin Turki Al-Faisal, íþróttamálaráðherra Sádi-Arabíu, fagnar með landsliðinu eftir sigur liðsins gegn Argentínu. Hann segir að yfirvöld þar í landi séu tilbúin að styðja við kaup á Liverpool og Manchester United. Shaun Botterill - FIFA/FIFA via Getty Images Prins Abdulaziz bin Turki Al Faisal, íþróttamálaráðherra Sádi-Arabíu, segir að yfirvöld þar í landi séu klárlega tilbúin að styðja við þarlenda einkaaðila sem gætu ætlað sér að bjóða í ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester United. Eigendur beggja liða skoða nú hvort möguleiki sé á að selja félögin. Ekki er langt síðan annað úrvalsdeildarfélag var keypt með hjálp yfirvalda í Sádi-Arabíu, en PIF, sem er fjárfestingasjóður þar í landi, keypti Newcastle í október á síðasta ári. Íþróttamálaráðherrann Al Faisal segir að mikill áhugi sé á því að eignast lið á borð við Liverpool og Manchester United, enda séu margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar í Sádi-Arabíu. „Ef við horfum út frá þetta frá einkageiranum, því ég get talað fyrir þeirra hönd, er mikill áhugi og hér er mikil ástríða fyrir fótbolta,“ sagði Al Faisal í samtali við BBC. „Þetta er sú deild sem er með mest áhorf hér í Sádi-Arabíu og á svæðunum hér í kring og hér eru margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar.“ „Ef fram kemur fjárfestir sem er tilbúinn að leggja fram boð, af hverju ekki?“ spurði íþróttamálaráðherrann. Saudi Arabia's sports minister tells me its government would "definitely support" private sector Saudi bids for Man Utd or Liverpool now they’re for sale.Prince Abdulaziz bin Turki Al Faisal added he’d “love” to see Cristiano Ronaldo join Saudi league https://t.co/hAFL2X5pqe ⬇️ pic.twitter.com/dkSLbotR7F— Dan Roan (@danroan) November 24, 2022 Eins og áður segir er rétt rúmt ár síðan Newcastle var keypt af PIF og varð þar með ríkasta félag heims. Liðið situr nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki tapað leik í öllum keppnum síðan 31. ágúst. „Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel. Þeir eiga enn langt í land, en þeir hafa fengið rétta fólkið með sér í lið.“ „Ég er viss um að þeir stefna á að vinna deildina og Meistaradeildina og þar fram eftir götunum. Þeir stefna á það besta og koma alltaf með það besta að borðinu. Þannig ég held að framtíðin sé björt hjá Newcastle.“ Enski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Eigendur beggja liða skoða nú hvort möguleiki sé á að selja félögin. Ekki er langt síðan annað úrvalsdeildarfélag var keypt með hjálp yfirvalda í Sádi-Arabíu, en PIF, sem er fjárfestingasjóður þar í landi, keypti Newcastle í október á síðasta ári. Íþróttamálaráðherrann Al Faisal segir að mikill áhugi sé á því að eignast lið á borð við Liverpool og Manchester United, enda séu margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar í Sádi-Arabíu. „Ef við horfum út frá þetta frá einkageiranum, því ég get talað fyrir þeirra hönd, er mikill áhugi og hér er mikil ástríða fyrir fótbolta,“ sagði Al Faisal í samtali við BBC. „Þetta er sú deild sem er með mest áhorf hér í Sádi-Arabíu og á svæðunum hér í kring og hér eru margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar.“ „Ef fram kemur fjárfestir sem er tilbúinn að leggja fram boð, af hverju ekki?“ spurði íþróttamálaráðherrann. Saudi Arabia's sports minister tells me its government would "definitely support" private sector Saudi bids for Man Utd or Liverpool now they’re for sale.Prince Abdulaziz bin Turki Al Faisal added he’d “love” to see Cristiano Ronaldo join Saudi league https://t.co/hAFL2X5pqe ⬇️ pic.twitter.com/dkSLbotR7F— Dan Roan (@danroan) November 24, 2022 Eins og áður segir er rétt rúmt ár síðan Newcastle var keypt af PIF og varð þar með ríkasta félag heims. Liðið situr nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki tapað leik í öllum keppnum síðan 31. ágúst. „Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel. Þeir eiga enn langt í land, en þeir hafa fengið rétta fólkið með sér í lið.“ „Ég er viss um að þeir stefna á að vinna deildina og Meistaradeildina og þar fram eftir götunum. Þeir stefna á það besta og koma alltaf með það besta að borðinu. Þannig ég held að framtíðin sé björt hjá Newcastle.“
Enski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira