Verzlingar leggjast gegn ályktun Sjálfstæðisflokks um námstíma: „Ekki séns, bara nei“ Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 09:15 Á nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var ályktað um að stytta skólaár í íslensku menntakerfi um eitt enn, þannig að heildarnámstími ungmenna yrði fram að átján ára. Síðasta stytting gekk í gegn 2015, þegar framhaldsskóli varð að þriggja ára námi, og skólagangan þar með fram að nítján ára aldri. Fjallað var um hugmyndina í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar voru Verzlingar teknir tali, sem skutu hugmynd Sjálfstæðismannanna umhugsunarlaust niður; heldur ætti að lengja námið aftur samkvæmt þeim. Ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Skoða ætti að fækka skólaárum í níu þannig að ungmenni útskrifist að jafnaði úr framhaldsskóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Löng sumarfrí hafa slæm áhrif á námsárangur, einkum þeirra sem standa höllum fæti.“ Þegar hugmyndin er borin undir Verzlinga hafna þeir henni í kór. „Bara djók,“ segir Skúli Ásgeirsson. „Ekki séns, bara nei,“ segir Guðmundur Pétur Dungal. „Af hverju erum við að drífa okkur svona?“ spyr Kristel Harðardóttir. Verzlingarnir Þór Guðjónsson og Guðmundur Pétur Dungal eru ekki á því máli að stytta eigi námstíma íslenskra ungmenna um eitt ár enn. Nær væri að lengja menntaskóla aftur um eitt ár; Guðmundur Pétur óttast að hann muni sakna Verzló þegar hann útskrifast í vor.Vísir/Egill Nógu slæmt sé að hafa misst af lunganum úr skólagöngunni vegna heimsfaraldurs, eins og Verzlingarnir lýsa, til að þurfa ekki að horfa upp á enn aðra styttinguna eins og Sjálfstæðismenn stefna nú að. Júlía Rut Ragnarsdóttir nemi segir: „Mér finnst klárlega að þetta ættu að vera fjögur ár. Þetta er mjög mikið námsefni, það er búið að þjappa öllu saman. Þannig að það er mjög mikið að gera hjá okkur, í stað þess að leyfa okkur bara að hafa fjögur ár og njóta menntaskólaáranna. Þetta eru skemmtilegustu tímarnir.“ Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Fjallað var um hugmyndina í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar voru Verzlingar teknir tali, sem skutu hugmynd Sjálfstæðismannanna umhugsunarlaust niður; heldur ætti að lengja námið aftur samkvæmt þeim. Ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Skoða ætti að fækka skólaárum í níu þannig að ungmenni útskrifist að jafnaði úr framhaldsskóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Löng sumarfrí hafa slæm áhrif á námsárangur, einkum þeirra sem standa höllum fæti.“ Þegar hugmyndin er borin undir Verzlinga hafna þeir henni í kór. „Bara djók,“ segir Skúli Ásgeirsson. „Ekki séns, bara nei,“ segir Guðmundur Pétur Dungal. „Af hverju erum við að drífa okkur svona?“ spyr Kristel Harðardóttir. Verzlingarnir Þór Guðjónsson og Guðmundur Pétur Dungal eru ekki á því máli að stytta eigi námstíma íslenskra ungmenna um eitt ár enn. Nær væri að lengja menntaskóla aftur um eitt ár; Guðmundur Pétur óttast að hann muni sakna Verzló þegar hann útskrifast í vor.Vísir/Egill Nógu slæmt sé að hafa misst af lunganum úr skólagöngunni vegna heimsfaraldurs, eins og Verzlingarnir lýsa, til að þurfa ekki að horfa upp á enn aðra styttinguna eins og Sjálfstæðismenn stefna nú að. Júlía Rut Ragnarsdóttir nemi segir: „Mér finnst klárlega að þetta ættu að vera fjögur ár. Þetta er mjög mikið námsefni, það er búið að þjappa öllu saman. Þannig að það er mjög mikið að gera hjá okkur, í stað þess að leyfa okkur bara að hafa fjögur ár og njóta menntaskólaáranna. Þetta eru skemmtilegustu tímarnir.“
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01