Rannsókn á hryðjuverkamáli langt komin og styttist í ákærufrest Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 15:54 Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu í rannsókninni á mönnunum tveimur. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari sækist eftir að tveir menn sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum verði áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn er langt á veg komin en ákærufrestur í málinu rennur út um miðjan desember. Tveir karlmenn hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum í seinni hluta september. Á meðal þess sem fannst í fórum þeirra voru þrívíddarprentuð skotvopn. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Vísi að óskað verði eftir áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim á morgun. Mennirnir hafa sætt einangrun hluta tímans sem þeir hafa verið í varðhaldi og ekki er gerð krafa um það nú. Mbl.is sagði fyrst frá. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út um miðjan desember. Karl Ingi segir of snemmt að segja hvort að ákæra verði gefin út í málinu og vill ekki spá fyrir um hvort og hvenær hún yrði lögð fram. Rannsóknin á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk en hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri einstaklingar hafa stöðu sakbornings í rannsókninni á mögulegum vopnalagabrotum. Karl Ingi segir að þeir séu nokkrir, innan við tíu talsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarssonar, kom upp við rannsóknina. Fjölmiðlar hafa greint frá ásökunum um að hann kunni að hafa selt ólögleg vopn. Héraðssaksóknari hefur ekki viljað greina frá hvaða stöðu Guðjón hafi í rannsókn málsins. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Tveir karlmenn hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum í seinni hluta september. Á meðal þess sem fannst í fórum þeirra voru þrívíddarprentuð skotvopn. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Vísi að óskað verði eftir áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim á morgun. Mennirnir hafa sætt einangrun hluta tímans sem þeir hafa verið í varðhaldi og ekki er gerð krafa um það nú. Mbl.is sagði fyrst frá. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út um miðjan desember. Karl Ingi segir of snemmt að segja hvort að ákæra verði gefin út í málinu og vill ekki spá fyrir um hvort og hvenær hún yrði lögð fram. Rannsóknin á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk en hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri einstaklingar hafa stöðu sakbornings í rannsókninni á mögulegum vopnalagabrotum. Karl Ingi segir að þeir séu nokkrir, innan við tíu talsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarssonar, kom upp við rannsóknina. Fjölmiðlar hafa greint frá ásökunum um að hann kunni að hafa selt ólögleg vopn. Héraðssaksóknari hefur ekki viljað greina frá hvaða stöðu Guðjón hafi í rannsókn málsins.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira