Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 14:25 Vonast er til þess að vélmennið Perseverance verði notað til að koma jarðsýnunum fyrir í eldflaug sem bera á sýnin á braut um Mars. NASA og ESA Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. Vélmennið hefur farið víða um Jezero-gígnum en hann var fullur af vatni á árum áður. Vísindamenn hafa notað Perseverance til að taka jarðsýni í þeirri von um að finna leifar örvera sem hafa mögulega lifað á Mars þegar vatn flæddi þar um fyrir um 3,5 milljörðum ára. Sjá einnig: Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Um borð í Perseverance er búnaður til að rannsaka þau sýni sem vélmennið tekur eins og hægt er. Hins vegar væri hægt að skoða þau mun betur á jörðinni. Því hefur ávallt verið ætlunin að sækja sýnin. Í fyrra var gerður samningur við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og flytja til jarðarinnar. Sjá einnig: Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Samkvæmt áætlun á að skjóta tveimur geimförum til Mars til að sækja sýnin. Fyrsta geimskotið verður 2027 en þá verður geimfar sent á braut um Mars. Ári síðar verður sent lendingarfar sem á að lenda nærri Perseverance. Vélmennið mun svo koma jarðsýnunum fyrir í eldflaug um borð í lendingarfarinu. Eldflaugin á svo að bera sýnin á braut um Mars, þar sem sýnin eiga að enda um borð í áðurnefndu geimfari og það mun svo bera sýnin. Vonast er til þess að sýnin yrðu þá komin aftur jarðar á fyrri hluta næsta áratugar. Í kjölfar þess væri mögulega hægt að svara spurningunni hvort líf hafi mátt finna á Mars. Ítarlegt útskýringarmyndbanda ESA og NASA má sjá í spilaranum hér að neðan. Geimurinn Mars Vísindi Tækni Tengdar fréttir Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Vélmennið hefur farið víða um Jezero-gígnum en hann var fullur af vatni á árum áður. Vísindamenn hafa notað Perseverance til að taka jarðsýni í þeirri von um að finna leifar örvera sem hafa mögulega lifað á Mars þegar vatn flæddi þar um fyrir um 3,5 milljörðum ára. Sjá einnig: Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Um borð í Perseverance er búnaður til að rannsaka þau sýni sem vélmennið tekur eins og hægt er. Hins vegar væri hægt að skoða þau mun betur á jörðinni. Því hefur ávallt verið ætlunin að sækja sýnin. Í fyrra var gerður samningur við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og flytja til jarðarinnar. Sjá einnig: Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Samkvæmt áætlun á að skjóta tveimur geimförum til Mars til að sækja sýnin. Fyrsta geimskotið verður 2027 en þá verður geimfar sent á braut um Mars. Ári síðar verður sent lendingarfar sem á að lenda nærri Perseverance. Vélmennið mun svo koma jarðsýnunum fyrir í eldflaug um borð í lendingarfarinu. Eldflaugin á svo að bera sýnin á braut um Mars, þar sem sýnin eiga að enda um borð í áðurnefndu geimfari og það mun svo bera sýnin. Vonast er til þess að sýnin yrðu þá komin aftur jarðar á fyrri hluta næsta áratugar. Í kjölfar þess væri mögulega hægt að svara spurningunni hvort líf hafi mátt finna á Mars. Ítarlegt útskýringarmyndbanda ESA og NASA má sjá í spilaranum hér að neðan.
Geimurinn Mars Vísindi Tækni Tengdar fréttir Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32
Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00
„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01