Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa 21. nóvember 2022 21:08 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm/Arnar/Sigurjón Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun boðaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætli að ráðast í á næstunni. Þá sé einnig nýtt frumvarp um auknar heimildir lögreglu hluti af stríðinu. „Það má vel vera að við þurfum að stíga hér skref sem verða umdeild, ég efast ekkert um það. Bæði þessum leyfisveitingum, mögulega í nýjum varnarvopnum og slíku fyrir lögreglu. Það verður umdeilt en við verðum að gera það,“ sagði dómsmálaráðherra. Þá vildi Jón meina að lögreglumenn væru að kalla eftir rafbyssum til að nota gegn vopnuðu fólki. Sem stendur geti lögreglan einungis notast við sprey og kylfur gegn þeim sem eru með hníf. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekki rétt að lögreglan kalli eftir því að auka forvirkar rannsóknarheimildir eða notkun rafbyssa. Hún segir bæði fangelsin og lögregluna sjálfa vera verulega vanfjármögnuð. „Lögreglan er ekki að kalla eftir þessu, að því ég best veit. Ég hef spurt af því inn í allsherjar- og menntamálanefnd. Lögreglan kallar hins vegar eftir frekara fjármagni til að geta sinnt sínum störfum. Þá liggur fyrir að 320 manns bíða nú afplánunar vegna dóma sem hafa fallið. Þar á meðal eru alvarleg ofbeldisbrot og mögulega brot sem falla undir skipulagða glæpastarfsemi. Þannig ég held að dómsmálaráðherra ætti að huga kannski að því að taka þetta fólk af götunni og leyfa því að hefja afplánun,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Klippa: Alvarlegar árásir gegn fjölskyldumeðlimum Hún segir stríðsyfirlýsingu Jóns vera hluti af því að troða frumvarpi sínu í gegn. Hann vilji einungis búa til ótta meðal landmanna. „Ef að lögreglan þarf einhverjar upplýsingar eða rannsóknarheimildir þá fer lögreglan fyrir dómstóla. Þar eru góðir dómarar á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins og sinna því að veita þessar heimildir. Við skulum byrja á réttum enda,“ segir Helga Vala. Helga er ekki sú eina sem gagnrýnir Jón og stríðið en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lagði einnig orð í belg á Facebook-síðu sinni í dag. Hún sakar dómsmálaráðherra um að ráðast að fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ segir Þorbjörg. Hún segir að frá hruni hafi þessi málaflokkur sætt niðurskurði og réttindi fanga í afplánun vera strípuð. Þá sé viðhald í fangelsum ekki gott. „Úrræði til að byggja menn upp í fangelsum ekki nægileg. Á næsta ári er svo viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðunnar. Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vonar að fjárlagavaldið samþykki auknar fjárheimildir.vísir/vilhelm Taki undir vissa hluti í málflutningi Þorbjargar Dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að það væri rétt hjá Þorbjörgu Sigríði að fjármagn til fangelsa verði að fylgja boðuðu stríði gegn skipulagðri brotastarfsemi. Hann hafi ráðið utanaðkomandi verkfræðing snemma á þessu ári til að fara yfir framtíðarlausnir í fangelsismálum ásamt fangelsismálastjóra og vonist nú til að tillögur um auknar fjárveitingar sem lagðar voru fram í fjáraukalögum verði samþykktar á Alþingi. Þar sé bæði óskað eftir fjármagni til að rétta af hallarekstur á þessu ári og 250 milljóna króna viðbót til fangelsanna á næsta ári. „Sem ég vona að fjárveitingarvaldið veiti okkur í ljósi alvarlegrar stöðu fangelsanna. Svo það er verið að bregðast við svo sannarlega. Það hefur í sjálfu sér ekkert að gera með þetta átak sem fyrirhugað er gegn skipulagðri brotastarfsemi en þetta er sjálfstætt mál sem er auðvitað angi af þessu réttarfarskerfi og þess vegna þarf að bregðast við,“ segir Jón aðspurður um viðbrögð við gagnrýni Þorbjargar Sigríðar. Bæði skorti fleiri starfsmenn og pláss í fangelsismálakerfið. Í því skyni sé nú hugað að framtíðarlausnum sem snúi að því að fjölga úrræðum og þá ekki síst í opnu fangelsunum. Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í Reykjavík síðdegis í spilaranum. „Það ber líka að hafa í huga að á þessu ári höfum við séð alveg ofboðslega mikla aukningu í gæsluvarðhaldsúrskurðum. Til að mynda hafa verið núna upp í fjörutíu manns í gæsluvarðhaldi og ég veit hreinlega ekki hvað þau eru mörg í dag en í ljósi þessara mála sem komu upp um helgina þá auðvitað gefur það augað leið að það eykur enn á fjöldann sem er í gæsluvarðhaldi.“ Jón bætir við að það hafi verið mikil aukning í fíkniefnamálum hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem hafi sömuleiðis leitt af sér auknar þrengingar í fangelsunum. „Þannig að álagið hefur verið miklu meira en nokkur gerði sér grein fyrir í upphafi ársins.“ Jón segist gera sér góðar vonir um að fjáraukatillögur til fangelsismála nái fram að ganga en forstjóri Fangelsismálastofnunar og fjármálastjóri dómsmálaráðuneytisins voru kallaðir á fund fjárlaganefndar Alþingis í dag til að gera grein fyrir stöðu málaflokksins. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í morgun boðaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætli að ráðast í á næstunni. Þá sé einnig nýtt frumvarp um auknar heimildir lögreglu hluti af stríðinu. „Það má vel vera að við þurfum að stíga hér skref sem verða umdeild, ég efast ekkert um það. Bæði þessum leyfisveitingum, mögulega í nýjum varnarvopnum og slíku fyrir lögreglu. Það verður umdeilt en við verðum að gera það,“ sagði dómsmálaráðherra. Þá vildi Jón meina að lögreglumenn væru að kalla eftir rafbyssum til að nota gegn vopnuðu fólki. Sem stendur geti lögreglan einungis notast við sprey og kylfur gegn þeim sem eru með hníf. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekki rétt að lögreglan kalli eftir því að auka forvirkar rannsóknarheimildir eða notkun rafbyssa. Hún segir bæði fangelsin og lögregluna sjálfa vera verulega vanfjármögnuð. „Lögreglan er ekki að kalla eftir þessu, að því ég best veit. Ég hef spurt af því inn í allsherjar- og menntamálanefnd. Lögreglan kallar hins vegar eftir frekara fjármagni til að geta sinnt sínum störfum. Þá liggur fyrir að 320 manns bíða nú afplánunar vegna dóma sem hafa fallið. Þar á meðal eru alvarleg ofbeldisbrot og mögulega brot sem falla undir skipulagða glæpastarfsemi. Þannig ég held að dómsmálaráðherra ætti að huga kannski að því að taka þetta fólk af götunni og leyfa því að hefja afplánun,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Klippa: Alvarlegar árásir gegn fjölskyldumeðlimum Hún segir stríðsyfirlýsingu Jóns vera hluti af því að troða frumvarpi sínu í gegn. Hann vilji einungis búa til ótta meðal landmanna. „Ef að lögreglan þarf einhverjar upplýsingar eða rannsóknarheimildir þá fer lögreglan fyrir dómstóla. Þar eru góðir dómarar á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins og sinna því að veita þessar heimildir. Við skulum byrja á réttum enda,“ segir Helga Vala. Helga er ekki sú eina sem gagnrýnir Jón og stríðið en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lagði einnig orð í belg á Facebook-síðu sinni í dag. Hún sakar dómsmálaráðherra um að ráðast að fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ segir Þorbjörg. Hún segir að frá hruni hafi þessi málaflokkur sætt niðurskurði og réttindi fanga í afplánun vera strípuð. Þá sé viðhald í fangelsum ekki gott. „Úrræði til að byggja menn upp í fangelsum ekki nægileg. Á næsta ári er svo viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðunnar. Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vonar að fjárlagavaldið samþykki auknar fjárheimildir.vísir/vilhelm Taki undir vissa hluti í málflutningi Þorbjargar Dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að það væri rétt hjá Þorbjörgu Sigríði að fjármagn til fangelsa verði að fylgja boðuðu stríði gegn skipulagðri brotastarfsemi. Hann hafi ráðið utanaðkomandi verkfræðing snemma á þessu ári til að fara yfir framtíðarlausnir í fangelsismálum ásamt fangelsismálastjóra og vonist nú til að tillögur um auknar fjárveitingar sem lagðar voru fram í fjáraukalögum verði samþykktar á Alþingi. Þar sé bæði óskað eftir fjármagni til að rétta af hallarekstur á þessu ári og 250 milljóna króna viðbót til fangelsanna á næsta ári. „Sem ég vona að fjárveitingarvaldið veiti okkur í ljósi alvarlegrar stöðu fangelsanna. Svo það er verið að bregðast við svo sannarlega. Það hefur í sjálfu sér ekkert að gera með þetta átak sem fyrirhugað er gegn skipulagðri brotastarfsemi en þetta er sjálfstætt mál sem er auðvitað angi af þessu réttarfarskerfi og þess vegna þarf að bregðast við,“ segir Jón aðspurður um viðbrögð við gagnrýni Þorbjargar Sigríðar. Bæði skorti fleiri starfsmenn og pláss í fangelsismálakerfið. Í því skyni sé nú hugað að framtíðarlausnum sem snúi að því að fjölga úrræðum og þá ekki síst í opnu fangelsunum. Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í Reykjavík síðdegis í spilaranum. „Það ber líka að hafa í huga að á þessu ári höfum við séð alveg ofboðslega mikla aukningu í gæsluvarðhaldsúrskurðum. Til að mynda hafa verið núna upp í fjörutíu manns í gæsluvarðhaldi og ég veit hreinlega ekki hvað þau eru mörg í dag en í ljósi þessara mála sem komu upp um helgina þá auðvitað gefur það augað leið að það eykur enn á fjöldann sem er í gæsluvarðhaldi.“ Jón bætir við að það hafi verið mikil aukning í fíkniefnamálum hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem hafi sömuleiðis leitt af sér auknar þrengingar í fangelsunum. „Þannig að álagið hefur verið miklu meira en nokkur gerði sér grein fyrir í upphafi ársins.“ Jón segist gera sér góðar vonir um að fjáraukatillögur til fangelsismála nái fram að ganga en forstjóri Fangelsismálastofnunar og fjármálastjóri dómsmálaráðuneytisins voru kallaðir á fund fjárlaganefndar Alþingis í dag til að gera grein fyrir stöðu málaflokksins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira