Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 13:28 Könnunin um að Kristrún Frostadóttir sé sá stjórnmálaleiðtogi sem almenningur treysti orðið best er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu, að mati Björns Bjarnasonar. vísir/vilhelm Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási. Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási.
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent