Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 10:51 Árásin átti sér stað á Bankastræti Club í gærkvöldi. vísir/vilhelm Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs. Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs.
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira