Styðjum við íslenska læknanema erlendis Bjarki Þór Grönfeldt skrifar 17. nóvember 2022 15:00 Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum. Margir námsmenn velja síðan að koma heim með þekkingu sína og reynslu og íslenskt samfélag nýtur góðs af. Það skýtur því skökku við að Menntasjóður námsmanna styðji ekki betur við námsmenn erlendis, og það á ef til vill sérstaklega við um íslenska læknanema. Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í heilbrigðismálum. Fyrirséð fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun kalla á aukna þjónustu en nú þegar ríkir neyðarástand víðsvegar í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Það er gömul saga og ný að heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við krónískan læknaskort. Læknafélag Íslands telur að árið 2030 muni Ísland vanta 130 lækna og árið 2045 verði talan orðin 250. Líkt og þekkt er býður aðeins einn háskóli á Íslandi upp á læknanám og getur hann aðeins tekið inn 60 nema á ári, sem dugir ekki til að mæta þörf heilbrigðiskerfisins. Fjöldi Íslendinga hafa því leitað erlendis til að fá menntun og starfsþjálfun við virta og viðurkennda læknaskóla víða um heim. Þessir læknanemar standa straum af öllum kostnaði við nám sitt, sem getur verið gríðarlegur. Til dæmis er kostnaður læknanema í Ungverjalandi vegna skólagjalda um 14.500.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska námslánakerfið veitir skólagjaldalán að hámarki 6.300.000 kr. en námsmenn í námi sem er skipulagt í fimm ár eða lengur (sem á við um læknanema) eiga rétt á viðbótarláni allt að 1.900.000 kr. Eftir standa 6.300.000 kr. sem læknanemar þurfa að greiða úr eigin vasa, án möguleika á lántöku, en það jafngildir ríflega þriggja ára framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Hafa ber í huga að þessi hópur námsmanna býr einnig við aðrar sérstakar áskoranir, til dæmis er skólaárið í Ungverjalandi lengra en á Íslandi og læknanemar þar hafa í mesta lagi 10 vikur yfir árið til að vinna upp það sem vantar fyrir skólagjöldum og framfærslu (Ath. að útreikningur framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna miðar við að nám sé stundað). Það er því ljóst að 1. grein laga um Menntasjóð námsmanna nær ekki til læknanema erlendis: „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.“ Staða íslenskra læknanema erlendis er alvarleg – og það eru vondar fréttir fyrir Ísland. Þessi staða fælir áhugasama frá því að halda út í nám í læknisfræði erlendis yfir höfuð. Það er því í raun tvöfaldur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að styðja við íslenska læknanema erlendis. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vinna gegn læknaskortinum sem nú þegar er til staðar og mun aðeins aukast á komandi árum. Í öðru lagi er kostnaður íslenska ríkisins við menntun þessara lækna aðeins brot af því sem kostar að mennta lækna á Íslandi, enda greiða læknanemar erlendis þorra kostnaðarins við námið sjálfir. Við undirrituð félög námsmanna skorum á ráðherra háskólamála og stjórn Menntasjóðsins til að gera breytingar á úthlutunarreglum og tryggja að námsmenn erlendis geti fengið lán fyrir öllum sínum skólagjöldum. Þá hvetjum við ráðherra til að íhuga þann möguleika að nýta 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna um sérstakar ívilnanir til handa læknanemum erlendis, til dæmis í formi aukinnar niðurfellingar á þeim hluta námsláns sem var fyrir skólagjöldum, enda alveg ljóst að það felst mikill sparnaður í því fyrir íslenskt samfélag að fólk sæki sér menntun erlendis og skili sér heim að námi loknu. Líta má á slíkan styrk sem tæki til að koma á móti við þann gríðarlega kostnað sem læknanemarnir sjálfir bera og spara ríkissjóði. Fyrir hönd íslenskra námsmanna um allan heim, Samband íslenskra námsmanna erlendis Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum. Margir námsmenn velja síðan að koma heim með þekkingu sína og reynslu og íslenskt samfélag nýtur góðs af. Það skýtur því skökku við að Menntasjóður námsmanna styðji ekki betur við námsmenn erlendis, og það á ef til vill sérstaklega við um íslenska læknanema. Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í heilbrigðismálum. Fyrirséð fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun kalla á aukna þjónustu en nú þegar ríkir neyðarástand víðsvegar í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Það er gömul saga og ný að heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við krónískan læknaskort. Læknafélag Íslands telur að árið 2030 muni Ísland vanta 130 lækna og árið 2045 verði talan orðin 250. Líkt og þekkt er býður aðeins einn háskóli á Íslandi upp á læknanám og getur hann aðeins tekið inn 60 nema á ári, sem dugir ekki til að mæta þörf heilbrigðiskerfisins. Fjöldi Íslendinga hafa því leitað erlendis til að fá menntun og starfsþjálfun við virta og viðurkennda læknaskóla víða um heim. Þessir læknanemar standa straum af öllum kostnaði við nám sitt, sem getur verið gríðarlegur. Til dæmis er kostnaður læknanema í Ungverjalandi vegna skólagjalda um 14.500.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska námslánakerfið veitir skólagjaldalán að hámarki 6.300.000 kr. en námsmenn í námi sem er skipulagt í fimm ár eða lengur (sem á við um læknanema) eiga rétt á viðbótarláni allt að 1.900.000 kr. Eftir standa 6.300.000 kr. sem læknanemar þurfa að greiða úr eigin vasa, án möguleika á lántöku, en það jafngildir ríflega þriggja ára framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Hafa ber í huga að þessi hópur námsmanna býr einnig við aðrar sérstakar áskoranir, til dæmis er skólaárið í Ungverjalandi lengra en á Íslandi og læknanemar þar hafa í mesta lagi 10 vikur yfir árið til að vinna upp það sem vantar fyrir skólagjöldum og framfærslu (Ath. að útreikningur framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna miðar við að nám sé stundað). Það er því ljóst að 1. grein laga um Menntasjóð námsmanna nær ekki til læknanema erlendis: „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.“ Staða íslenskra læknanema erlendis er alvarleg – og það eru vondar fréttir fyrir Ísland. Þessi staða fælir áhugasama frá því að halda út í nám í læknisfræði erlendis yfir höfuð. Það er því í raun tvöfaldur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að styðja við íslenska læknanema erlendis. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vinna gegn læknaskortinum sem nú þegar er til staðar og mun aðeins aukast á komandi árum. Í öðru lagi er kostnaður íslenska ríkisins við menntun þessara lækna aðeins brot af því sem kostar að mennta lækna á Íslandi, enda greiða læknanemar erlendis þorra kostnaðarins við námið sjálfir. Við undirrituð félög námsmanna skorum á ráðherra háskólamála og stjórn Menntasjóðsins til að gera breytingar á úthlutunarreglum og tryggja að námsmenn erlendis geti fengið lán fyrir öllum sínum skólagjöldum. Þá hvetjum við ráðherra til að íhuga þann möguleika að nýta 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna um sérstakar ívilnanir til handa læknanemum erlendis, til dæmis í formi aukinnar niðurfellingar á þeim hluta námsláns sem var fyrir skólagjöldum, enda alveg ljóst að það felst mikill sparnaður í því fyrir íslenskt samfélag að fólk sæki sér menntun erlendis og skili sér heim að námi loknu. Líta má á slíkan styrk sem tæki til að koma á móti við þann gríðarlega kostnað sem læknanemarnir sjálfir bera og spara ríkissjóði. Fyrir hönd íslenskra námsmanna um allan heim, Samband íslenskra námsmanna erlendis Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun