Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að athugasemdir Bankasýslunnar við vinnubrögð Ríkisendurskoðunar geti bent til þess að hún þarfnist skoðunar, en þó sé ekki nauðsynlegt að efna til frekari rannsóknar eða úttektar á bankasölunni á þessu stigi. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira