Stelpurnar mættu mun betur og fengu gullskóinn, gullhanskann og gullboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Jasmín Erla Ingadóttir með verðlaun sín. Instagram/@bestadeildin Íslenskur Toppfótbolti gerði upp fyrstu Bestu deildina með nýjum verðlaunum og þau voru afhent á dögunum. Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin)
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira