Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 18:45 Landsréttur þyngdi refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í gær dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þá var eiginkonan dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira