Áfram með orkuskiptin Guðjón Hugberg Björnsson skrifar 11. nóvember 2022 12:00 Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun