Ætla að hafa upp á metanstórlosendum með gervihnöttum Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 11:35 Metangas er aðaluppistaðan í jarðgasi. Umframmetansgasi er oft brennt við olíu- og gasvinnslu en í mörgum tilfellum eru brennsluturnarnir bilaðir eða slökkt á þeim þannig að metan sleppur beint út í andrúmsloftið. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringurinn sem myndast þegar metani er brennt. AP/David Goldman Net gervihnatta á braut um jörðu verður notað til að finna uppsprettur metanlosunar með nýju kerfi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að taka í notkun á næsta ári. Rannsóknir benda til þess að metanlosun í heiminum sé mun meiri en ríki gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið og því er talið lykilatriði að skera losun þess niður hratt til þess að hægt verði að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður á þessari öld. Mikil metanlosun fer þó fram hjá losunarbókhaldi ríkja. Gasið sleppur frá lekum pípum og jarðgaslindum en einnig frá búfénaði og landfyllingum með lífrænum úrgangi manna. Washington Post sagði nýlega frá því að rannsóknir bentu til þess að metanlosun væri allt frá 57 til 76 milljónum tonnum meiri á ári en ríki gefa upp til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarður tonna koltvísýringsígilda. Metanviðvörunar- og viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna (MARS) verður tekið í gagnið á næsta ári. Umhverfisstofnun SÞ sagði í dag að kerfinu væri ætlað að hjálpa fyrirtækjum að bregðast við meiriháttar metanlosun en einnig að útvega gegnsæ og óháð gögn um umfang losunarinnar. Það eigi að tryggja að til séu upplýsingar sem taldar séu hlutlausar og áreiðanlegar. Kerfið byggir á athugunum gervihnatta bandarísku, evrópsku, þýsku og ítölsku geimstofnananna en gögn frá einkareknum gervihnöttum verða einnig notuð þegar fram líða stundir, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stendur að birta fyrstu niðurstöður um meiriháttar metanleka á seinni hluta næsta árs. Gögnin úr mælingunum verða birt 45 til 75 dögum eftir að þeim er safnað til þess að fyrirtækin fái nægan tíma til þess að stöðva lekana áður en greint er frá þeim opinberlega. „Við teljum mikilvægt að búa ekki bara til tól til þess að smána heldur til að fá rekstraraðila og ríkisstjórnir í lið með okkur svo að þær geti brugðist við tilteknum atburðum,“ segir Manfredi Caltagirone, yfirmaður Alþjóðlega metanlosunareftirlitsins hjá umhverfisstofnun SÞ. Engin leið verður þó til þess að neyða fyrirtæki til þess að bregðast við upplýsingum um metanlekana. „Við erum raunsæ með það að ákveðin fyrirtæki og ákveðin lönd verða samvinnuþýðari en önnur en við getum tryggt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar þeim sem hafa áhuga á þeim,“ segir Caltagirone. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tækni Tengdar fréttir Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið og því er talið lykilatriði að skera losun þess niður hratt til þess að hægt verði að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður á þessari öld. Mikil metanlosun fer þó fram hjá losunarbókhaldi ríkja. Gasið sleppur frá lekum pípum og jarðgaslindum en einnig frá búfénaði og landfyllingum með lífrænum úrgangi manna. Washington Post sagði nýlega frá því að rannsóknir bentu til þess að metanlosun væri allt frá 57 til 76 milljónum tonnum meiri á ári en ríki gefa upp til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarður tonna koltvísýringsígilda. Metanviðvörunar- og viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna (MARS) verður tekið í gagnið á næsta ári. Umhverfisstofnun SÞ sagði í dag að kerfinu væri ætlað að hjálpa fyrirtækjum að bregðast við meiriháttar metanlosun en einnig að útvega gegnsæ og óháð gögn um umfang losunarinnar. Það eigi að tryggja að til séu upplýsingar sem taldar séu hlutlausar og áreiðanlegar. Kerfið byggir á athugunum gervihnatta bandarísku, evrópsku, þýsku og ítölsku geimstofnananna en gögn frá einkareknum gervihnöttum verða einnig notuð þegar fram líða stundir, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stendur að birta fyrstu niðurstöður um meiriháttar metanleka á seinni hluta næsta árs. Gögnin úr mælingunum verða birt 45 til 75 dögum eftir að þeim er safnað til þess að fyrirtækin fái nægan tíma til þess að stöðva lekana áður en greint er frá þeim opinberlega. „Við teljum mikilvægt að búa ekki bara til tól til þess að smána heldur til að fá rekstraraðila og ríkisstjórnir í lið með okkur svo að þær geti brugðist við tilteknum atburðum,“ segir Manfredi Caltagirone, yfirmaður Alþjóðlega metanlosunareftirlitsins hjá umhverfisstofnun SÞ. Engin leið verður þó til þess að neyða fyrirtæki til þess að bregðast við upplýsingum um metanlekana. „Við erum raunsæ með það að ákveðin fyrirtæki og ákveðin lönd verða samvinnuþýðari en önnur en við getum tryggt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar þeim sem hafa áhuga á þeim,“ segir Caltagirone.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tækni Tengdar fréttir Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42