Íslandsvinur kallar sig nú Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2022 18:33 Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson er nýtt nafn, allavega á samfélagsmiðlum, listamannsins sem var áður þekktur sem Rainn Wilson. Amanda Edwards/Getty Images Íslandsvinurinn og gamanleikarinn Rainn Wilson tilkynnti í gær að hann hefði breytt nafni sínu í Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson á helstu samfélagsmiðlum. Það gerði hann í nafni baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Wilson er meðlimur samtakanna Arctic Basecamp, sem vinna að því að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurheimskautið og afleiddar afleiðingar þeirra. Vísir fjallaði nýverið um samtökin þegar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, gisti í tjaldi fyrir utan Hörpu á vegum samtakanna. Wilson, eða Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson líkt og hann kallar sig nú, segir að með því að breyta nafni sínu ætli hann að vekja athygli á loftslagsvánni og þeirri hættu sem bráðnun Norðurheimskautsins veldur um allan heim. Hann tilkynnti nafnbreytinguna í myndskeiði á Twitter. Hann hefur þó ekki getað breytt nafni sínu á þeim miðli vegna nýrra reglna eftir að Elon Musk tók við völdum þar á bæ. Join me @ @ArcticBasecamp in bringing attention to the melting issue. We need world leaders to take action at COP 27!The Arctic is melting at Millions of Liters per second, yet this problem can t seem to make a name for itself, so we ll make a name for it.Go to link in bio pic.twitter.com/TgEG84fOmQ— RainnWilson (@rainnwilson) November 9, 2022 Nýja nafnið mætti þýða á íslensku sem Rigning Hitabylgja Hækkandi Sjávarstaða Wilson, en það eru allt afleiðingar hækkandi hitastigs í heiminum. Fyrir utan Wilson, auðvitað. Þá leggur hann til að fleiri stjörnur breyti nöfnum sínum og stingur meðal annars upp á nöfnunum Cardi The Arctic B Melting, Harrison Why Not Drive An Electric? Ford og Leonardo Di-Polar Ice Caprio Are Melting. Rainnfall hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum, meðal annars til þess að leika í Ráðherranum, og telst því til svokallaðra Íslandsvina. Þó fór hann heldur ófögrum orðum um landið á Instagram í sumar. Loftslagsmál Bíó og sjónvarp Norðurslóðir Tengdar fréttir Þekktur bandarískur gamanleikari í Ráðherranum 15. maí 2019 11:32 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Wilson er meðlimur samtakanna Arctic Basecamp, sem vinna að því að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurheimskautið og afleiddar afleiðingar þeirra. Vísir fjallaði nýverið um samtökin þegar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, gisti í tjaldi fyrir utan Hörpu á vegum samtakanna. Wilson, eða Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson líkt og hann kallar sig nú, segir að með því að breyta nafni sínu ætli hann að vekja athygli á loftslagsvánni og þeirri hættu sem bráðnun Norðurheimskautsins veldur um allan heim. Hann tilkynnti nafnbreytinguna í myndskeiði á Twitter. Hann hefur þó ekki getað breytt nafni sínu á þeim miðli vegna nýrra reglna eftir að Elon Musk tók við völdum þar á bæ. Join me @ @ArcticBasecamp in bringing attention to the melting issue. We need world leaders to take action at COP 27!The Arctic is melting at Millions of Liters per second, yet this problem can t seem to make a name for itself, so we ll make a name for it.Go to link in bio pic.twitter.com/TgEG84fOmQ— RainnWilson (@rainnwilson) November 9, 2022 Nýja nafnið mætti þýða á íslensku sem Rigning Hitabylgja Hækkandi Sjávarstaða Wilson, en það eru allt afleiðingar hækkandi hitastigs í heiminum. Fyrir utan Wilson, auðvitað. Þá leggur hann til að fleiri stjörnur breyti nöfnum sínum og stingur meðal annars upp á nöfnunum Cardi The Arctic B Melting, Harrison Why Not Drive An Electric? Ford og Leonardo Di-Polar Ice Caprio Are Melting. Rainnfall hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum, meðal annars til þess að leika í Ráðherranum, og telst því til svokallaðra Íslandsvina. Þó fór hann heldur ófögrum orðum um landið á Instagram í sumar.
Loftslagsmál Bíó og sjónvarp Norðurslóðir Tengdar fréttir Þekktur bandarískur gamanleikari í Ráðherranum 15. maí 2019 11:32 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira