„Ég þarf bara að sækja peninginn annað“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur leikið með Hetti og nú Tindastóli síðan að hann skildi við ÍR. Hann fór með Stólunum í úrslit í vor, rétt eins og með ÍR árið 2019. vísir/bára „Það eina sem Hæstiréttur segir er að ég eigi ekki að leita til körfuknattleiksdeildarinnar heldur félagsins alls. Það er þá það sem ég mun gera,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuboltamaður, sem enn stendur í launadeilu við sína gömlu vinnuveitendur hjá ÍR. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“ Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“
Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira