Biden hrósaði varnarsigri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 22:44 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna var nokkuð brattur í kvöld. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira