Veröld átta milljarða manna Antonio Guterres skrifar 15. nóvember 2022 08:01 Jarðarbúar verða orðnir 8 milljarðar um miðjan nóvember, þökk sé vísindalegum framförum og bættri næringu, lýðheilsu og hreinlæti. En á meðan mannkyninu fjölgar setur sundrung í æ ríkari mæli mark sitt á heiminn. Milljarðar manna berjast í bökkum; hundruð milljóna líða sult og jafnvel hungursneyð. Aldrei hafa fleiri flosnað upp frá heimkynnum sínum í von um betri tækifæri annars staðar og frið frá skuldum og vosbúð, styrjöldum og loftslagshamförum. Ef við brúum ekki ginnungagapið á milli þeirra sem lifa við örbirgð, og þeirra sem búa við allsnægtir, er hætt við að spenna og tortryggni, kreppur og átök, einkenni heim átta milljarða manna. Auðmenn eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Staðreyndirnar tala sínu máli. Örfáir milljarðamæringar búa yfir jafnmiklum auðæfum og fátækari helmingur jarðarbúa. Ríkasta eina prósentið fær í sinn hlut fimmtung tekna heimsins. Fólk í ríkustu löndunum getur vænst þess að lifa þrjátíu árum lengur en íbúar hinna fátækustu. Eftir því sem velmegun og heilbrigði hefur aukist síðustu áratugi, hefur þessi ójöfnuður vaxið að sama skapi. Til viðbótar þessari langtíma-þróun, hafa sífellt hraðari loftslagsbreytingar og mishæg enduruppbygging eftir COVID-19 heimsfaraldurinn, verið olía á eld ójöfnuðar. Við stefnum beinustu leið til stórslyss í loftslagsmálum, enda eykst losun og hitastig á jörðinni óðfluga. Flóð, ofsaveður og þurrkar valda tjóni í ríkjum sem eiga nánast enga sök á hlýnun jarðar. Stríðið í Úkraínu bætist ofan á matar-, orku og fjármálakreppu sem koma harðast niður á þróunarríkjum. Konur og stúlkur og jaðarsettir hópar, sem þegar sæta mismunun, bera þyngstu byrðarnar. Gremjan nálgast suðupunkt Mörg ríki á suðurhveli jarðar glíma við skuldabagga, aukna fátækt og sult, auk vaxandi áhrifa loftslagsbreytingar. Þau hafa litla möguleika á að fjárfesta í sjálfbærri endurreisn eftir heimsfaraldurinn; orkuskiptum eða menntun og þjálfun fyrir stafræna öld. Reiði og gremja í garð þróaðra ríkja er að nálgast suðupunkt. Eitruð sundrung og skortur á trausti, valda töfum og flöskuhálsum í ýmsum málefnum; allt frá kjarnorku-afvopnun til hryðjuverka og lýðheilsu á heimsvísu. Við verðum að vinna bug á þessari hættulegu þróun, bæta samskipti og finna sameiginlegar lausnir á áskorunum. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að þessi hraðvaxandi ójöfnuður er val. Þróuð ríki bera ábyrgð á því að snúa af leið og geta hafist handa á Loftslagsráðstefnunnni í Egyptalandi og á fundi G20 ríkjanna á Bali. Samstöðusáttmáli Ég vona að sögulegur samstöðusáttmáli í loftslagsmálum líti dagsins ljós á COP27. Til þess að svo megi verða, þurfa þróuð hagkerfi og þau sem eru á uppleið, að sameinast um stefnu og leggja sameiginlega til kunnáttu og auð í þágu mannkynsins. Auðugum ríkjum bera að veita ákveðnum hagkerfum á uppleið fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að greiða fyrir orkuskiptum, svo þau geti losnað við jarðefnaeldsneyti. Þetta er okkar eina von til að ná loftslagsmarkmiðum. Ég hvet leiðtoga á COP27 til að samþykkja vegvísi og stofnanalegan ramma til að umbuna ríkjum á suðurhveli fyrir það tap og tjón sem þau verða nú þegar fyrir sökum loftslagsbreytinga. G20 leiðtogafundurinn á Bali er tækifæri til að huga að örlögum þróunarríkja. Ég hef hvatt G20 hagkerfin til að samþykkja hvata-úrræði til þess að ríkisstjórnir suðurríkjanna fái úrræði fyrir fjárfestingar og lausafé til að losna undan skuldaklafa. Á sama tíma og við vinnum að slíkum tíma aðgerðum til meðal-langs tíma, vinnum við af fullum krafti með öllum hlutaðeigandi að því að létta byrðar út af matvælakreppunni í heiminum. Frumkvæðið um útflutning kornmetis frá Svartahafi er snar þáttur í þessari viðleitni. Þökk sé því, hefur tekist að koma á stöðugleika á mörkuðum og lækka verð. Hvert prósentubrot getur dregið úr hungri og bjargað mannslífum. Rússneska áburðarins er þörf Við vinnum að því að tryggja að rússneskur áburður komist á heimsmarkað að nýju, en útflutningur hefur raskast verulega vegna stríðsins. Áburðarverð hefur næstum þrefaldast frá því sem var, fyrir heimsfaraldur. Hrísgrjónarækt hefur liðið mest, en hrísgrjón eru algengasta matvælategund heims. Af þeim sökum er brýnt fyrir matvælaöryggi heimsins að ryðja úr vegi síðustu hindrunum fyrir útflutningi rússnesks áburðar. En þrátt fyrir allt þetta, eru nokkrar góðar fréttir. Átta milljarða manna heimur getur skapað mögnuð tækifæri fyrir sum af fátækustu og fjölmennustu ríkjunum. Hlutfallslega litlar fjárfestingar í heilsugæslu, menntun, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri efnahagsþróun gætu skapað dygðuga hringrás þróunar og hagvaxtar, umskapað hagkerfi og líf fólksins. Nóg handa öllum Innan fárra áratuga gætu fátækustu ríkin í dag orðið aflvakar sjálfbærs, græns hagvaxtar og velmegunar í heilu heimshlutunum. Ég veðja aldrei gegn hugvitsemi mannsins og hef mikla trú á mannlegri samstöðu. Á þessum erfiðu tímum skulum við hafa í huga orð eins skarpskyggnasta manns veraldarsögunnar, Mahatma Gandhi: „Í heiminum er nægur auður til að uppfylla þarfir allra, en ekki til að þjóna græðgi þeirra.” Alþjóðlegum fundum þessa mánaðar ber að nýta tækifæri til að leggja brýr og endurreisa traust, sem byggir á jafnrétti og frelsi hvers einasta hinna átta milljarða jarðarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Jarðarbúar verða orðnir 8 milljarðar um miðjan nóvember, þökk sé vísindalegum framförum og bættri næringu, lýðheilsu og hreinlæti. En á meðan mannkyninu fjölgar setur sundrung í æ ríkari mæli mark sitt á heiminn. Milljarðar manna berjast í bökkum; hundruð milljóna líða sult og jafnvel hungursneyð. Aldrei hafa fleiri flosnað upp frá heimkynnum sínum í von um betri tækifæri annars staðar og frið frá skuldum og vosbúð, styrjöldum og loftslagshamförum. Ef við brúum ekki ginnungagapið á milli þeirra sem lifa við örbirgð, og þeirra sem búa við allsnægtir, er hætt við að spenna og tortryggni, kreppur og átök, einkenni heim átta milljarða manna. Auðmenn eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Staðreyndirnar tala sínu máli. Örfáir milljarðamæringar búa yfir jafnmiklum auðæfum og fátækari helmingur jarðarbúa. Ríkasta eina prósentið fær í sinn hlut fimmtung tekna heimsins. Fólk í ríkustu löndunum getur vænst þess að lifa þrjátíu árum lengur en íbúar hinna fátækustu. Eftir því sem velmegun og heilbrigði hefur aukist síðustu áratugi, hefur þessi ójöfnuður vaxið að sama skapi. Til viðbótar þessari langtíma-þróun, hafa sífellt hraðari loftslagsbreytingar og mishæg enduruppbygging eftir COVID-19 heimsfaraldurinn, verið olía á eld ójöfnuðar. Við stefnum beinustu leið til stórslyss í loftslagsmálum, enda eykst losun og hitastig á jörðinni óðfluga. Flóð, ofsaveður og þurrkar valda tjóni í ríkjum sem eiga nánast enga sök á hlýnun jarðar. Stríðið í Úkraínu bætist ofan á matar-, orku og fjármálakreppu sem koma harðast niður á þróunarríkjum. Konur og stúlkur og jaðarsettir hópar, sem þegar sæta mismunun, bera þyngstu byrðarnar. Gremjan nálgast suðupunkt Mörg ríki á suðurhveli jarðar glíma við skuldabagga, aukna fátækt og sult, auk vaxandi áhrifa loftslagsbreytingar. Þau hafa litla möguleika á að fjárfesta í sjálfbærri endurreisn eftir heimsfaraldurinn; orkuskiptum eða menntun og þjálfun fyrir stafræna öld. Reiði og gremja í garð þróaðra ríkja er að nálgast suðupunkt. Eitruð sundrung og skortur á trausti, valda töfum og flöskuhálsum í ýmsum málefnum; allt frá kjarnorku-afvopnun til hryðjuverka og lýðheilsu á heimsvísu. Við verðum að vinna bug á þessari hættulegu þróun, bæta samskipti og finna sameiginlegar lausnir á áskorunum. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að þessi hraðvaxandi ójöfnuður er val. Þróuð ríki bera ábyrgð á því að snúa af leið og geta hafist handa á Loftslagsráðstefnunnni í Egyptalandi og á fundi G20 ríkjanna á Bali. Samstöðusáttmáli Ég vona að sögulegur samstöðusáttmáli í loftslagsmálum líti dagsins ljós á COP27. Til þess að svo megi verða, þurfa þróuð hagkerfi og þau sem eru á uppleið, að sameinast um stefnu og leggja sameiginlega til kunnáttu og auð í þágu mannkynsins. Auðugum ríkjum bera að veita ákveðnum hagkerfum á uppleið fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að greiða fyrir orkuskiptum, svo þau geti losnað við jarðefnaeldsneyti. Þetta er okkar eina von til að ná loftslagsmarkmiðum. Ég hvet leiðtoga á COP27 til að samþykkja vegvísi og stofnanalegan ramma til að umbuna ríkjum á suðurhveli fyrir það tap og tjón sem þau verða nú þegar fyrir sökum loftslagsbreytinga. G20 leiðtogafundurinn á Bali er tækifæri til að huga að örlögum þróunarríkja. Ég hef hvatt G20 hagkerfin til að samþykkja hvata-úrræði til þess að ríkisstjórnir suðurríkjanna fái úrræði fyrir fjárfestingar og lausafé til að losna undan skuldaklafa. Á sama tíma og við vinnum að slíkum tíma aðgerðum til meðal-langs tíma, vinnum við af fullum krafti með öllum hlutaðeigandi að því að létta byrðar út af matvælakreppunni í heiminum. Frumkvæðið um útflutning kornmetis frá Svartahafi er snar þáttur í þessari viðleitni. Þökk sé því, hefur tekist að koma á stöðugleika á mörkuðum og lækka verð. Hvert prósentubrot getur dregið úr hungri og bjargað mannslífum. Rússneska áburðarins er þörf Við vinnum að því að tryggja að rússneskur áburður komist á heimsmarkað að nýju, en útflutningur hefur raskast verulega vegna stríðsins. Áburðarverð hefur næstum þrefaldast frá því sem var, fyrir heimsfaraldur. Hrísgrjónarækt hefur liðið mest, en hrísgrjón eru algengasta matvælategund heims. Af þeim sökum er brýnt fyrir matvælaöryggi heimsins að ryðja úr vegi síðustu hindrunum fyrir útflutningi rússnesks áburðar. En þrátt fyrir allt þetta, eru nokkrar góðar fréttir. Átta milljarða manna heimur getur skapað mögnuð tækifæri fyrir sum af fátækustu og fjölmennustu ríkjunum. Hlutfallslega litlar fjárfestingar í heilsugæslu, menntun, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri efnahagsþróun gætu skapað dygðuga hringrás þróunar og hagvaxtar, umskapað hagkerfi og líf fólksins. Nóg handa öllum Innan fárra áratuga gætu fátækustu ríkin í dag orðið aflvakar sjálfbærs, græns hagvaxtar og velmegunar í heilu heimshlutunum. Ég veðja aldrei gegn hugvitsemi mannsins og hef mikla trú á mannlegri samstöðu. Á þessum erfiðu tímum skulum við hafa í huga orð eins skarpskyggnasta manns veraldarsögunnar, Mahatma Gandhi: „Í heiminum er nægur auður til að uppfylla þarfir allra, en ekki til að þjóna græðgi þeirra.” Alþjóðlegum fundum þessa mánaðar ber að nýta tækifæri til að leggja brýr og endurreisa traust, sem byggir á jafnrétti og frelsi hvers einasta hinna átta milljarða jarðarbúa.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun