„Ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2022 10:32 Gamithra Marga talar einstaklega fallega íslensku. Það er löngu vitað að það getur verið erfitt að læra tungumálið okkar enda nokkuð flókið. Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira