Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2022 21:21 Sævar Hreiðarsson er skógarvörður í Heiðmörk. Fyrir aftan má timburstafla úr skóginum. Arnar Halldórsson Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var meðal annars fjallað um starfsemi Skógræktarfélagsins en borgarstjórn Reykjavíkur fól félaginu á sínum tíma umsjón með Elliðavatnsjörðinni í tengslum við uppgræðslu Heiðmerkur. „Núna er mjög mikið vaxtarskeið í skóginum. Greniskógurinn í Heiðmörk tvöfaldar lífmassann sinn fimmta hvert ár,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Í rjóðri skammt frá Elliðavatnsbænum er komin sögunarmylla. Hér stunda menn skógarhögg. „Jú, heldur betur, eins og þið sjáið hérna fyrir aftan okkur. Við erum að fella svona 200 til 300 rúmmetra á ári og þyrfti að gera meira,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Drumbarnir eru sagaðir niður í borðvið sem nýtist meðal annars í veggi og gólf. „Svo erum við með verslun þar sem við seljum bæði borðvið og bolvið og eldivið og kurl,“ segir Auður. Sævar sýnir okkur gólffjöl eða parket. „Já, þetta var sett á hús, hundrað fermetra hús, og lítur mjög vel út,“ segir hann. Trjádrumbar úr Heiðmörk sagaðir niður í borðvið.Arnar Halldórsson Hér eru framleiddir hátt í tvöhundruð rúmmetrar af eldivið á ári. Utanhúss er starfsnemar frá landbúnaðarháskóla í Frakklandi að fletta berki af trjábolum, sem fara eiga í húsvegg. Svo sýnir hann okkur flaggstangir þar sem búið er að renna toppana. Einnig þurrkuð borð sem verða að veggþiljum. Og Heiðmörkin er meira að segja farin að gefa sér gilda bjálka. Upp í 20 x 20 sentímetra í þvermál og sex metra langa. Í þættinum Um land allt er fjallað um samfélagið við Elliðavatn. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var meðal annars fjallað um starfsemi Skógræktarfélagsins en borgarstjórn Reykjavíkur fól félaginu á sínum tíma umsjón með Elliðavatnsjörðinni í tengslum við uppgræðslu Heiðmerkur. „Núna er mjög mikið vaxtarskeið í skóginum. Greniskógurinn í Heiðmörk tvöfaldar lífmassann sinn fimmta hvert ár,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Í rjóðri skammt frá Elliðavatnsbænum er komin sögunarmylla. Hér stunda menn skógarhögg. „Jú, heldur betur, eins og þið sjáið hérna fyrir aftan okkur. Við erum að fella svona 200 til 300 rúmmetra á ári og þyrfti að gera meira,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Drumbarnir eru sagaðir niður í borðvið sem nýtist meðal annars í veggi og gólf. „Svo erum við með verslun þar sem við seljum bæði borðvið og bolvið og eldivið og kurl,“ segir Auður. Sævar sýnir okkur gólffjöl eða parket. „Já, þetta var sett á hús, hundrað fermetra hús, og lítur mjög vel út,“ segir hann. Trjádrumbar úr Heiðmörk sagaðir niður í borðvið.Arnar Halldórsson Hér eru framleiddir hátt í tvöhundruð rúmmetrar af eldivið á ári. Utanhúss er starfsnemar frá landbúnaðarháskóla í Frakklandi að fletta berki af trjábolum, sem fara eiga í húsvegg. Svo sýnir hann okkur flaggstangir þar sem búið er að renna toppana. Einnig þurrkuð borð sem verða að veggþiljum. Og Heiðmörkin er meira að segja farin að gefa sér gilda bjálka. Upp í 20 x 20 sentímetra í þvermál og sex metra langa. Í þættinum Um land allt er fjallað um samfélagið við Elliðavatn. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53
Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20. nóvember 2021 14:57
Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8. október 2021 15:54