„Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 17:32 „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tókust á í framboðsræðum sínum á landsflundi flokksins. Þetta var þeirra síðasti séns til að sannfæra flokksfulltrúa um að greiða sér atkvæði. Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira