Læknafélagið telur fækkun millistjórnenda jákvæða þróun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:19 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, bindur vonir við að með breytti skipuriti muni raddir þeirra sem vinna í návígi með sjúklingum heyrast betur. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands telur að boðaðar skipulagsbreytingar á Landspítalanum séu jákvæðar og muni koma til með að færa völd og ákvarðanatöku nær þeim sem vinna á gólfinu og í návígi við sjúklinga. Í nýju skipuriti eru meðal annars tíu stöðugildi forstöðumanna lögð niður. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01