Lotumeðferð við kvíða - framtíðin í kvíðameðferð? Ásmundur Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2022 12:31 Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun