Nei, ekki barnið mitt! Skúli Bragi Geirdal skrifar 1. nóvember 2022 12:00 „Barnið mitt leggur ekki aðra í einelti.“ Þetta hugsum við flest um börnin okkar. Samt hefur að tæpur fjórðungur (23%) barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum sl. 12 mánuði samkvæmt nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla. Í öllum eineltismálum eru bæði þolendur og gerendur. Þar með getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að á sama tíma og börn verða fyrir einelti er jafnframt hluti barna sem leggja aðra í einelti. En hvaðan koma þessi börn sem eru gerendur eineltis ef ekkert foreldri á barn sem er gerandi? Það er í eðli okkar foreldra að vilja vernda börnin okkar. Við erum því flest fljót að bregðast við þegar við heyrum að barnið okkar hafi verið lagt í einelti. Við trúum barninu, grípum til aðgerða og reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bæta stöðu mála. En hvað gerist þegar að við heyrum að barnið okkar hafi lagt annað barn í einelti? Trúum við því sem sagt er og gerum við eitthvað til að bregðast við, annað en efast um það sem við heyrum? Tæpur fimmtungur upplifað hótanir eða útilokanir Eitt af hverjum fjórum börnum og ungmennum á aldrinum 9-18 ára hafa fengið sendar ljótar athugasemdir á netinu, í tölvuleik eða á samfélagsmiðlum, 17% hafa upplifað hótanir og 18% hafa upplifað útilokanir frá hópum á netinu. Þetta er því miður veruleiki margra barna á Íslandi. Vandinn hverfur ekkert þótt við lokum augunum fyrir þessari tölfræði. Hann hverfur heldur ekki með því að afneita honum, kenna öðrum um eða láta eins og ekkert sé. Það er ekki nóg að foreldrar þolenda bregðist við, heldur þurfa allir foreldrar að eiga hlut að máli. Myndbirtingar sem valda reiði Alls höfðu 14% grunnskólanema í 4.-10. bekk og 16% framhaldsskólanema reiðst eða komist í uppnám vegna myndbirtinga af þeim á netinu undanfarna 12 mánuði. Stúlkur voru þar í miklum meirihluta þar sem fjórðungur (25%) á aldrinum 13-18 ára hafði upplifað slíkt í samanburði við 13% stráka. Viðbrögð við myndbirtingum sem valda reiði eða leiða 57% báðu þann sem birti myndina að eyða henni 23% gerðu ekki neitt 10% sögðu foreldrum, kennara eða fullorðnum frá Viðbrögð við leiðinlegum kommentum 41% gerðu ekkert 19% eyddu kommentinu 9% sögðu foreldrum, kennara eða fullorðnum frá Af hverju leita aðeins 10% barna og ungmenna til foreldra eða þeirra sem eldri eru í þessum erfiðu aðstæðum? Af hverju felast algengustu viðbrögðin í því að aðhafast ekkert eða reyna að eyða vandanum? Gæti það verið vegna þess hvernig við sem foreldrar bregðumst við og það hvaða fordæmi við setjum börnunum okkar? Við verðum að eiga frumkvæðið að því að ræða þessa hluti við börnin okkar og getum ekki ætlast til þess að þau geri það. Barnið okkar gæti verið gerandi eða hlutlaus áhorfandi í eineltismáli. Barnið okkar gæti verið að valda öðru barni skaða með gjörðum sínum án þess að átta sig almennilega á afleiðingum gjörða sinna. Skömmin okkar sem foreldra felst ekki í að eiga börn sem gera mistök heldur þegar við hjálpum þeim ekki á slíkum stundum. Það hjálpar engum að gera ekkert, reyna að eyða vandanum tímabundið og sleppa því að eiga mikilvægt samtal sem gæti verið óþægilegt. 10 hlutir sem er gott að hafa í huga varðandi netnotkun barna Látum börnin okkar vita að þau geti alltaf leitað til okkar með það sem þau sjá á netinu, í símanum eða tölvuleikjum. Byggjum samtalið á trausti þar sem við bregðumst í sameiningu við skaðlegu efni sem þau sjá. Það er oft alls ekki þeim sjálfum að kenna að þau hafi ratað inn á síður með skaðlegu efni, þau gætu hafa fengið efnið sent eða algóritmar samfélagsmiðla eða leitarvéla leitt þau þangað. Notum netið, símann og tölvuleiki líka sem samverustund en ekki einungis sem pössun fyrir börnin. Munum að netið er umhverfi sem börn þurfa að læra inn á og þá er eðlilegt að þau geri mistök. Mistök eru til að læra af þeim og þau þurfa aðstoð okkar til þess. Komum fram við aðra í netheimum eins og við myndum gera í raunheimum. Að tjá sig nafnlaust á netinu réttlætir ekki hatursfulla og skaðlega tjáningu. Virðum friðhelgi annarra og deilum ekki efni í leyfisleysi sem gæti valdið öðrum skaða. Verum góðar fyrirmyndir og hugum að því sjálf hvernig við tölum við hvert annað á netinu. Höfum börnin með í að ákveða reglur heimilisins um net-, síma- og tölvuleikjanotkun. Það er auðveldara að fylgja reglum þegar börnin þekkja ástæðurnar sem liggja þar að baki. Mæli með að reglurnar gildi ekki aðeins um börnin á heimilinu, heldur einnig þá fullorðnu. Nýtum öpp, öryggisstillingar og vefsíur til þess að gera umhverfi barna á netinu öruggara meðan að þau eru enn að læra og taka út mikilvægan þroska. Það má sem dæmi nýta ókeypis lausnir eins og Family Sharing hjá Apple og Google Family Link. Virðum aldurstakmörk á samfélagsmiðlum sem eru í flestum tilfellum ætlaðir fyrir 13 ára og eldri. Lesa má meira um þetta atriði hér: Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimild: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Börn og uppeldi Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Barnið mitt leggur ekki aðra í einelti.“ Þetta hugsum við flest um börnin okkar. Samt hefur að tæpur fjórðungur (23%) barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum sl. 12 mánuði samkvæmt nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla. Í öllum eineltismálum eru bæði þolendur og gerendur. Þar með getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að á sama tíma og börn verða fyrir einelti er jafnframt hluti barna sem leggja aðra í einelti. En hvaðan koma þessi börn sem eru gerendur eineltis ef ekkert foreldri á barn sem er gerandi? Það er í eðli okkar foreldra að vilja vernda börnin okkar. Við erum því flest fljót að bregðast við þegar við heyrum að barnið okkar hafi verið lagt í einelti. Við trúum barninu, grípum til aðgerða og reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bæta stöðu mála. En hvað gerist þegar að við heyrum að barnið okkar hafi lagt annað barn í einelti? Trúum við því sem sagt er og gerum við eitthvað til að bregðast við, annað en efast um það sem við heyrum? Tæpur fimmtungur upplifað hótanir eða útilokanir Eitt af hverjum fjórum börnum og ungmennum á aldrinum 9-18 ára hafa fengið sendar ljótar athugasemdir á netinu, í tölvuleik eða á samfélagsmiðlum, 17% hafa upplifað hótanir og 18% hafa upplifað útilokanir frá hópum á netinu. Þetta er því miður veruleiki margra barna á Íslandi. Vandinn hverfur ekkert þótt við lokum augunum fyrir þessari tölfræði. Hann hverfur heldur ekki með því að afneita honum, kenna öðrum um eða láta eins og ekkert sé. Það er ekki nóg að foreldrar þolenda bregðist við, heldur þurfa allir foreldrar að eiga hlut að máli. Myndbirtingar sem valda reiði Alls höfðu 14% grunnskólanema í 4.-10. bekk og 16% framhaldsskólanema reiðst eða komist í uppnám vegna myndbirtinga af þeim á netinu undanfarna 12 mánuði. Stúlkur voru þar í miklum meirihluta þar sem fjórðungur (25%) á aldrinum 13-18 ára hafði upplifað slíkt í samanburði við 13% stráka. Viðbrögð við myndbirtingum sem valda reiði eða leiða 57% báðu þann sem birti myndina að eyða henni 23% gerðu ekki neitt 10% sögðu foreldrum, kennara eða fullorðnum frá Viðbrögð við leiðinlegum kommentum 41% gerðu ekkert 19% eyddu kommentinu 9% sögðu foreldrum, kennara eða fullorðnum frá Af hverju leita aðeins 10% barna og ungmenna til foreldra eða þeirra sem eldri eru í þessum erfiðu aðstæðum? Af hverju felast algengustu viðbrögðin í því að aðhafast ekkert eða reyna að eyða vandanum? Gæti það verið vegna þess hvernig við sem foreldrar bregðumst við og það hvaða fordæmi við setjum börnunum okkar? Við verðum að eiga frumkvæðið að því að ræða þessa hluti við börnin okkar og getum ekki ætlast til þess að þau geri það. Barnið okkar gæti verið gerandi eða hlutlaus áhorfandi í eineltismáli. Barnið okkar gæti verið að valda öðru barni skaða með gjörðum sínum án þess að átta sig almennilega á afleiðingum gjörða sinna. Skömmin okkar sem foreldra felst ekki í að eiga börn sem gera mistök heldur þegar við hjálpum þeim ekki á slíkum stundum. Það hjálpar engum að gera ekkert, reyna að eyða vandanum tímabundið og sleppa því að eiga mikilvægt samtal sem gæti verið óþægilegt. 10 hlutir sem er gott að hafa í huga varðandi netnotkun barna Látum börnin okkar vita að þau geti alltaf leitað til okkar með það sem þau sjá á netinu, í símanum eða tölvuleikjum. Byggjum samtalið á trausti þar sem við bregðumst í sameiningu við skaðlegu efni sem þau sjá. Það er oft alls ekki þeim sjálfum að kenna að þau hafi ratað inn á síður með skaðlegu efni, þau gætu hafa fengið efnið sent eða algóritmar samfélagsmiðla eða leitarvéla leitt þau þangað. Notum netið, símann og tölvuleiki líka sem samverustund en ekki einungis sem pössun fyrir börnin. Munum að netið er umhverfi sem börn þurfa að læra inn á og þá er eðlilegt að þau geri mistök. Mistök eru til að læra af þeim og þau þurfa aðstoð okkar til þess. Komum fram við aðra í netheimum eins og við myndum gera í raunheimum. Að tjá sig nafnlaust á netinu réttlætir ekki hatursfulla og skaðlega tjáningu. Virðum friðhelgi annarra og deilum ekki efni í leyfisleysi sem gæti valdið öðrum skaða. Verum góðar fyrirmyndir og hugum að því sjálf hvernig við tölum við hvert annað á netinu. Höfum börnin með í að ákveða reglur heimilisins um net-, síma- og tölvuleikjanotkun. Það er auðveldara að fylgja reglum þegar börnin þekkja ástæðurnar sem liggja þar að baki. Mæli með að reglurnar gildi ekki aðeins um börnin á heimilinu, heldur einnig þá fullorðnu. Nýtum öpp, öryggisstillingar og vefsíur til þess að gera umhverfi barna á netinu öruggara meðan að þau eru enn að læra og taka út mikilvægan þroska. Það má sem dæmi nýta ókeypis lausnir eins og Family Sharing hjá Apple og Google Family Link. Virðum aldurstakmörk á samfélagsmiðlum sem eru í flestum tilfellum ætlaðir fyrir 13 ára og eldri. Lesa má meira um þetta atriði hér: Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimild: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun