Ungstirnið Volpato kom Rómverjum til bjargar á ögurstundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 19:46 Nemanja Matić og Cristian Volpato fagna marki þess síðarnefnda. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images Lærisveinar José Mourinho í Roma eru komnir upp í fjórða sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir 3-1 útisigur á Hellas Verona í kvöld. Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira