287 milljón króna gjaldþrot Björns Inga Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 11:02 Björn Ingi Hrafnsson greindi frá gjaldþroti sínu í febrúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Alls voru gerðar kröfur upp á tæplega 286 milljónir króna í þrotabú fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar. Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur. Auglýsing um skiptalok Björns birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar kemur fram að lýstar kröfur í þrotabúið hljóði upp á tæplega 287 milljónir króna. Engin greiðsla fékkst upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Björn Ingi greindi sjálfur frá því að hann væri orðinn gjaldþrota í febrúar á þessu ári. Hann birti þá færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði gjaldþrotið tengjast rekstri fjölmiðlasamstæðunnar Vefpressunnar. Björn var til að mynda í fyrra dæmdur til að greiða þrotabúi samsteypunnar áttatíu milljónir króna. „Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig,“ skrifaði hann í téðri færslu. Björn Ingi er í dag ritstjóri vefmiðilsins Viljans. Sá miðill hefur þó ekki verið virkur um nokkuð skeið, síðasta færslan birtist fyrir rúmum sex vikum síðan. Björn hefur verið í flokki tekjuhæstu fjölmiðlamanna landsins síðustu tvö ár. Í tekjublaði DV árið 2021 kom fram að Björn hafi verið með rétt rúmar fjórar milljónir króna á mánuði árið 2020. Í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í ár kemur fram að Björn hafi verið með 4,5 milljónir króna á mánuði árið 2021. Gjaldþrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12 Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Auglýsing um skiptalok Björns birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar kemur fram að lýstar kröfur í þrotabúið hljóði upp á tæplega 287 milljónir króna. Engin greiðsla fékkst upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Björn Ingi greindi sjálfur frá því að hann væri orðinn gjaldþrota í febrúar á þessu ári. Hann birti þá færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði gjaldþrotið tengjast rekstri fjölmiðlasamstæðunnar Vefpressunnar. Björn var til að mynda í fyrra dæmdur til að greiða þrotabúi samsteypunnar áttatíu milljónir króna. „Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig,“ skrifaði hann í téðri færslu. Björn Ingi er í dag ritstjóri vefmiðilsins Viljans. Sá miðill hefur þó ekki verið virkur um nokkuð skeið, síðasta færslan birtist fyrir rúmum sex vikum síðan. Björn hefur verið í flokki tekjuhæstu fjölmiðlamanna landsins síðustu tvö ár. Í tekjublaði DV árið 2021 kom fram að Björn hafi verið með rétt rúmar fjórar milljónir króna á mánuði árið 2020. Í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í ár kemur fram að Björn hafi verið með 4,5 milljónir króna á mánuði árið 2021.
Gjaldþrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12 Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57
Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12
Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43