Tímamót í tölfræði fyrir verslun og þjónustu Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 09:01 Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt. Markmið Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið verður að veruleika í dag þegar rannsóknasetrið opnar nýjan notendavef, Sarpinn. Tilkoma Sarpsins eru mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu. Á Sarpinum má nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Mælaborð verslunarinnar lítur dagsins ljós með tilkomu Sarpsins. Þar má einnig finna kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna og vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022. Sarpurinn verður í stöðugri þróun og munu spennandi nýjungar reglulega líta þar dagsins ljós. Rannsóknasetrið á sér langa sögu en það var stofnað árið 2004. Að setrinu standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst. Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar sértekna með áskriftarsölu að gögnum og greiningum og með verkefna vinnu fyrir fyrirtæki, einstaklinga, hagsmunasamtök og opinbera aðila. RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi setursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings. RSV er óháður rannsóknaaðili sem leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi og gerir sér far um að fylgjast með nýjungum í verslun og þjónustu og vísbendingum um þróun þessara greina bæði hér heima og erlendis. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda við ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma. Með tilkomu Sarpsins geta stjórnendur nú tekið gagnadrifnar ákvarðanir á auðveldari hátt. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Verslun Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt. Markmið Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið verður að veruleika í dag þegar rannsóknasetrið opnar nýjan notendavef, Sarpinn. Tilkoma Sarpsins eru mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu. Á Sarpinum má nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Mælaborð verslunarinnar lítur dagsins ljós með tilkomu Sarpsins. Þar má einnig finna kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna og vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022. Sarpurinn verður í stöðugri þróun og munu spennandi nýjungar reglulega líta þar dagsins ljós. Rannsóknasetrið á sér langa sögu en það var stofnað árið 2004. Að setrinu standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst. Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar sértekna með áskriftarsölu að gögnum og greiningum og með verkefna vinnu fyrir fyrirtæki, einstaklinga, hagsmunasamtök og opinbera aðila. RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi setursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings. RSV er óháður rannsóknaaðili sem leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi og gerir sér far um að fylgjast með nýjungum í verslun og þjónustu og vísbendingum um þróun þessara greina bæði hér heima og erlendis. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda við ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma. Með tilkomu Sarpsins geta stjórnendur nú tekið gagnadrifnar ákvarðanir á auðveldari hátt. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun