Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 13:23 Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi. Hann er 82 ára gamall. AP/Andrew Harnik Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember. Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar. Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri. Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum. Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður. Remember: Capitol Police -- and specifically its dignitary protection division -- have been stretched very, very thin in recent years.They are protecting more lawmakers than ever before. many people have left the force. I hear this all of the time from sources there.— Jake Sherman (@JakeSherman) October 28, 2022 Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs. Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin. Fox News instantly plugs the Pelosi home invasion and assault on Paul Pelosi into its GOP talking points, saying this shows that "crime hits everybody" and "this can happen anywhere, crime is random and that's why it's such a significant part of this election story." We'll see. pic.twitter.com/WfkGZUU7tX— Matthew Gertz (@MattGertz) October 28, 2022 Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember. Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar. Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri. Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum. Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður. Remember: Capitol Police -- and specifically its dignitary protection division -- have been stretched very, very thin in recent years.They are protecting more lawmakers than ever before. many people have left the force. I hear this all of the time from sources there.— Jake Sherman (@JakeSherman) October 28, 2022 Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs. Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin. Fox News instantly plugs the Pelosi home invasion and assault on Paul Pelosi into its GOP talking points, saying this shows that "crime hits everybody" and "this can happen anywhere, crime is random and that's why it's such a significant part of this election story." We'll see. pic.twitter.com/WfkGZUU7tX— Matthew Gertz (@MattGertz) October 28, 2022
Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira