Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 14:05 Karl Kári Másson, Eva Dögg Jóhannesdóttir, Garðar Sigþórsson, Jóhannes Gíslason og Eyþór Helgason. Aðsend Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. Í tilkynningu segir að nýju starfsmennirnir komi til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbyggingu félagsins. Fiskeldisstöðin og tengdar byggingar séu meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi. „Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur en hefur einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish. Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja. Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo (CFO). Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár. Garðar Sigþórsson hóf einnig nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi. Jóhannes Gíslason mun að lokum hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir á næsta ári Þá segir að félagið sé langt komið með undirbúning vegna uppbyggingar fiskeldisstöðvar sinnar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Geo Salmo stefnir á eldi á umhverfisvænum hágæðalaxi í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið fengið til þess að hanna eldisstöðina og stýra uppbyggingu hennar,“ segir í tilkynningunni. Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri Geo Salmo og eru starfsmenn fyrirtækisins nú fjórtán. Vistaskipti Fiskeldi Ölfus Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í tilkynningu segir að nýju starfsmennirnir komi til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbyggingu félagsins. Fiskeldisstöðin og tengdar byggingar séu meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi. „Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur en hefur einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish. Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja. Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo (CFO). Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár. Garðar Sigþórsson hóf einnig nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi. Jóhannes Gíslason mun að lokum hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir á næsta ári Þá segir að félagið sé langt komið með undirbúning vegna uppbyggingar fiskeldisstöðvar sinnar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Geo Salmo stefnir á eldi á umhverfisvænum hágæðalaxi í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið fengið til þess að hanna eldisstöðina og stýra uppbyggingu hennar,“ segir í tilkynningunni. Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri Geo Salmo og eru starfsmenn fyrirtækisins nú fjórtán.
Vistaskipti Fiskeldi Ölfus Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira