Juventus úr leik eftir tap í Portúgal | Stjörnurnar hjá PSG fóru á kostum í stórsigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2022 21:14 Benfica gerði út um vonir Juventus. Gualter Fatia/Getty Images Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar sex leikir í næst seinustu umferð riðlakeppninnar fóru fram á sama tíma. Ítalska stórveldið Juventus er úr leik eftir 4-3 tap gegn Benfica og stjörnurnar hjá Paris Saint-Germain léku á als oddi er liðið vann 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa. Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira