Súrt slátur eða rúsínur í grjónagrautinn frá Akureyri? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2022 21:06 Um 25 þúsund dósir af grjónagraut eru oft framleiddar í hverri viku hjá MS Akureyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það kemur vel til greina að setja súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum“, segir verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en fyrirtækið hefur varla undan að framleiða grjónagraut með kanil ofan í landsmenn. Oft eru framleiddar þar tuttugu til tuttugu og fimm þúsund dósir í hverri viku. Neytendur kalla eftir slátri og rúsínum með grautnum. Það er alltaf nóg að gera hjá þeim 80 starfsmönnum, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en í samsölunni fer meðal annars fram mjólkurátöppun, smjörgerð, fjölbreytt ostagerð, auk framleiðsla á ýmsum öðrum mjólkurvörum á borð við súrmjólk, grjónagraut og ostakökur. Já, talandi um grjónagraut, það er sú vara, sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá MS á Akureyri. “Það er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í grautnum. Við framleiðum frá 20 til 25 þúsund dósir í hverri viku af þessum graut . Það er bæði 500 gr. grauturinn og svo eru við náttúrulega með kanil í neytendapakkningum”, segir Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri hjá MS á Akureyri. “Það hafa nú margir viljað frá slátur í lokið en við erum ekki enn komin svo langt. Við verðum líklega að fara að finna út úr því hvernig við komum slátrinu fyrir,” bætir hann við og hlær. En hvað með rúsínur? “Já, það eru allir möguleikar til, við getum sett hvað sem er en þetta krefst bara undirbúnings. Við verðum að hafa þetta sér pakkað því þetta er svolítið vandmeð farið innan um matvælaframleiðsluna að koma með súrt slátur og rúsínur í gegnum framleiðsluna, við þurfum að passa þetta vel. Ég útiloka ekkert, það eru ýmsir möguleikar til.” Jón Ingi Guðmundsson, verkstjóri er opinn fyrir því að koma með súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum eins og neytendur hafa verið að kalla eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Jón, af hverju er grjónagrauturinn svona vinsæll ? “Það þekkja allir grjónagraut frá sínu heimili og það er náttúrulega mjög þægilegt að geta gripið þetta út í búð og hent þessu beint í pottinn eða borðað bein úr dós. Við fengum grjónagrautinn á sínum tíma frá Selfossi þegar verkaskiptingin varð hér um árið og við létum KEA skyrið af hendi suður og við fengum grjónagraut og ostakökur í staðin,” segir Jón Helgi. En var ekki erfitt að láta KEA skyrið frá sér? “Jú, það var mjög erfitt að missa það en það gengur bara vel að framleiða KEA skyr á Selfossi, þá eru allir ánægðir”, segir verkstjórinn Jón Helgi kampakátur. Það er meira en nóg að gera hjá starfsfólki MS á Akureyri að framleiða grjónagrautinn góða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Matvælaframleiðsla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Það er alltaf nóg að gera hjá þeim 80 starfsmönnum, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en í samsölunni fer meðal annars fram mjólkurátöppun, smjörgerð, fjölbreytt ostagerð, auk framleiðsla á ýmsum öðrum mjólkurvörum á borð við súrmjólk, grjónagraut og ostakökur. Já, talandi um grjónagraut, það er sú vara, sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá MS á Akureyri. “Það er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í grautnum. Við framleiðum frá 20 til 25 þúsund dósir í hverri viku af þessum graut . Það er bæði 500 gr. grauturinn og svo eru við náttúrulega með kanil í neytendapakkningum”, segir Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri hjá MS á Akureyri. “Það hafa nú margir viljað frá slátur í lokið en við erum ekki enn komin svo langt. Við verðum líklega að fara að finna út úr því hvernig við komum slátrinu fyrir,” bætir hann við og hlær. En hvað með rúsínur? “Já, það eru allir möguleikar til, við getum sett hvað sem er en þetta krefst bara undirbúnings. Við verðum að hafa þetta sér pakkað því þetta er svolítið vandmeð farið innan um matvælaframleiðsluna að koma með súrt slátur og rúsínur í gegnum framleiðsluna, við þurfum að passa þetta vel. Ég útiloka ekkert, það eru ýmsir möguleikar til.” Jón Ingi Guðmundsson, verkstjóri er opinn fyrir því að koma með súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum eins og neytendur hafa verið að kalla eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Jón, af hverju er grjónagrauturinn svona vinsæll ? “Það þekkja allir grjónagraut frá sínu heimili og það er náttúrulega mjög þægilegt að geta gripið þetta út í búð og hent þessu beint í pottinn eða borðað bein úr dós. Við fengum grjónagrautinn á sínum tíma frá Selfossi þegar verkaskiptingin varð hér um árið og við létum KEA skyrið af hendi suður og við fengum grjónagraut og ostakökur í staðin,” segir Jón Helgi. En var ekki erfitt að láta KEA skyrið frá sér? “Jú, það var mjög erfitt að missa það en það gengur bara vel að framleiða KEA skyr á Selfossi, þá eru allir ánægðir”, segir verkstjórinn Jón Helgi kampakátur. Það er meira en nóg að gera hjá starfsfólki MS á Akureyri að framleiða grjónagrautinn góða.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Matvælaframleiðsla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira