Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði Ólafur Björn Sverrisson og Snorri Másson skrifa 22. október 2022 22:34 Birgitta Björg Guðnadóttir ræddi jólabókaflóðið í kvöldfréttum. stöð 2 Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs. Snorri Másson fór í bókabúð og ræddi við bóksalann, Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, í Eymundsson: Birgitta segir sögulegar skáldsögur muni að öllum líkindum einkenna jólabókaflóðið þessi jólin. Þá er von á bókum frá stærri höfundum líkt og Ólafi Jóhanni Ólafssyni, Guðrún Evu Mínervudóttur, Jóni Kalmani Stefánssyni og Sigríði Hagalín Björnsdóttur, svo fáeinir séu nefndir. Þá er rúm vika í bækur frá Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur. Verðmiðinn á bókum hækkar með hverju ári. Nú virðist bókin að jafnaði vera komin í tæpar átta þúsund krónur. „Þetta er auðvitað svolítið þungt í veskið. Einhvern tímann las ég að á tímum Shakespeare hafi bókin kostað á við 25 brauðhleifa, sem væru 12 þúsund krónur í íslensku samfélagi í dag,“ segir Birgitta. Birgitta er sjálf spennt fyrir bók Elísabetar Jökulsdóttur, sem ber titilinn Saknaðarilmur, sem og nýrri bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni. Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Snorri Másson fór í bókabúð og ræddi við bóksalann, Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, í Eymundsson: Birgitta segir sögulegar skáldsögur muni að öllum líkindum einkenna jólabókaflóðið þessi jólin. Þá er von á bókum frá stærri höfundum líkt og Ólafi Jóhanni Ólafssyni, Guðrún Evu Mínervudóttur, Jóni Kalmani Stefánssyni og Sigríði Hagalín Björnsdóttur, svo fáeinir séu nefndir. Þá er rúm vika í bækur frá Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur. Verðmiðinn á bókum hækkar með hverju ári. Nú virðist bókin að jafnaði vera komin í tæpar átta þúsund krónur. „Þetta er auðvitað svolítið þungt í veskið. Einhvern tímann las ég að á tímum Shakespeare hafi bókin kostað á við 25 brauðhleifa, sem væru 12 þúsund krónur í íslensku samfélagi í dag,“ segir Birgitta. Birgitta er sjálf spennt fyrir bók Elísabetar Jökulsdóttur, sem ber titilinn Saknaðarilmur, sem og nýrri bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni.
Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira