Elsti starfandi barnaskóli landsins 170 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2022 21:04 Skólinn er elsti starfandi barnaskóli á Íslandi, 170 ára takk fyrir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir í Barnaskólanum á Eyrarbakka- og Stokkseyri í dag því skólinn fagnar 170 afmæli en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins. Afmælisdagurinn er þó ekki fyrr en 25. október en þann dag 1852 var skólinn stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu. Forseti Íslands var heiðursgestur á afmælishátíð dagsins, sem fór fram í skólanum á Stokkseyri. Stutt ávörp voru haldin, auk skemmti og tónlistaratriða og konurnar í Kvenfélagi Stokkseyrar sáu um veitingar dagsins.Í dag eru 125 nemendur í skólanum og 50 starfsmenn. Starfið gengur mjög vel þrátt fyrir áföll eins og myglu í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og heimsfaraldur. Skólastjórinn er stoltur af því að vera skólastjóri elsta starfandi barnaskóla landsins. Nemendur skólans sungu og spiluðu og skemmtu þannig gestum í tilefni af 170 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er ábyrgðarstarf og staða, sem ég tek mjög alvarlega og það er mér mjög mikið í mun að fólkinu hérna líði vel. Ég er bæði stolt og ofsalega auðmjúk . Við erum í stöðugri skólaþróun og við erum að nýta tæknina í kennslu,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri. Fjöldi fólks mætti í 170 ára afmælið í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert með frábæra nemendur og frábært starfsfólk eða hvað? „Já, það besta, alveg það besta, allir leggja sig fram.“ Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hélt létta og skemmtilega ræðu í tilefni dagsins og endaði á þessum orðum. „Í lok þessarar ræðu telst mér til að ég hafi flutt um eitt hundrað orð á mínútu. Hæfni náð en ekki viðmiði þrjú er ég hræddur um, en ég lofa að reyna að gera betur næst þegar ég kem og verð með ykkur og tala miklu hraðar og fæ miklu betri einkunn,“ sagði Guðni og uppskar mikinn hlátur. Hr. Guðni Th. og Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg voru ánægð með daginn og afmælisdagskrána en þau fluttu bæði ávarp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tímamót Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Forseti Íslands var heiðursgestur á afmælishátíð dagsins, sem fór fram í skólanum á Stokkseyri. Stutt ávörp voru haldin, auk skemmti og tónlistaratriða og konurnar í Kvenfélagi Stokkseyrar sáu um veitingar dagsins.Í dag eru 125 nemendur í skólanum og 50 starfsmenn. Starfið gengur mjög vel þrátt fyrir áföll eins og myglu í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og heimsfaraldur. Skólastjórinn er stoltur af því að vera skólastjóri elsta starfandi barnaskóla landsins. Nemendur skólans sungu og spiluðu og skemmtu þannig gestum í tilefni af 170 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er ábyrgðarstarf og staða, sem ég tek mjög alvarlega og það er mér mjög mikið í mun að fólkinu hérna líði vel. Ég er bæði stolt og ofsalega auðmjúk . Við erum í stöðugri skólaþróun og við erum að nýta tæknina í kennslu,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri. Fjöldi fólks mætti í 170 ára afmælið í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert með frábæra nemendur og frábært starfsfólk eða hvað? „Já, það besta, alveg það besta, allir leggja sig fram.“ Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hélt létta og skemmtilega ræðu í tilefni dagsins og endaði á þessum orðum. „Í lok þessarar ræðu telst mér til að ég hafi flutt um eitt hundrað orð á mínútu. Hæfni náð en ekki viðmiði þrjú er ég hræddur um, en ég lofa að reyna að gera betur næst þegar ég kem og verð með ykkur og tala miklu hraðar og fæ miklu betri einkunn,“ sagði Guðni og uppskar mikinn hlátur. Hr. Guðni Th. og Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg voru ánægð með daginn og afmælisdagskrána en þau fluttu bæði ávarp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tímamót Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?