Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2022 22:52 Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Sigurjón Ólason Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Við háskólann þar, áður bændaskólann, hefur undanfarna þrjá áratugi verið unnið að kynbótum á bleikju. Markmiðið er að þróa stofn sem sameinar það að vera hagkvæmur í eldi og bragðgóður matfiskur fyrir neytendur. „Við erum búnir að ná verulegum árangri í vaxtarhraða. Það er sennilega um það bil búið að tvöfalda vaxtarhraða bleikjunnar á þessum árum,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason „Þetta byggir allt saman á því að Ísland er mjög auðugt af bleikju. Það eru ábyggilega um þúsund villtir bleikjustofnar á landinu. Þetta er auðlind sem við getum gengið í og náð í besta efniviðinn til að þróa svo áfram sem eldisfisk,“ segir stöðvarstjórinn. Auk þess að kynbæta stofninn framleiðir stöðin bleikjuhrogn til að skila árangrinum áfram. Þannig selur kynbótastöðin um 900 lítra af hrognum á ári til eldisstöðvanna í landinu. „Það er verið að framleiða um sex þúsund tonn á ári af bleikju. Það byggir á þessum kynbætta eldisstofni,“ segir Einar. Bleikja í eldiskeri.Einar Árnason En hvaða kemur þá besta bleikjan? „Sko, við eigum ábyggilega langt í land með að finna besta náttúrulega stofninn til eldis. Þeir eru svo margir að það eru ekki tök á því að bera það allt saman saman,“ svarar Einar. Menn hafi í upphafi byrjað með fimmtán bleikjustofna. Síðan hafi bestu sjö stofnarnir af þeim verið notaðir. Tveir þeirra þyki núna bera af. „Í þessum samanburði, þá komu tveir stofnar mjög vel út. Það var Ölvesvatnsstofn á Skaga hér í Skagafirði. Og hins vegar Grenlækjarstofn á Suðurlandi. Þessir stofnar, já, þeir stóðu svolítið upp úr.“ Bleikjustofnar úr Ölvesvatni og Grenlæk þykja standa upp úr við kynbætur á eldisbleikju.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt þessir tveir myndi kjarnann er öðrum stofnum jafnframt blandað inn. „Þessir stofnar eru allir búnir að blandast saman inn í kynbótaverkefninu og við köllum þetta svona kynbótastofninn,“ segir stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað verður um Hóla í Hjaltadal í þættinum Um land allt næstkomandi mánudag. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Fiskeldi Skagafjörður Háskólar Vísindi Stangveiði Matvælaframleiðsla Matur Um land allt Landbúnaður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Við háskólann þar, áður bændaskólann, hefur undanfarna þrjá áratugi verið unnið að kynbótum á bleikju. Markmiðið er að þróa stofn sem sameinar það að vera hagkvæmur í eldi og bragðgóður matfiskur fyrir neytendur. „Við erum búnir að ná verulegum árangri í vaxtarhraða. Það er sennilega um það bil búið að tvöfalda vaxtarhraða bleikjunnar á þessum árum,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason „Þetta byggir allt saman á því að Ísland er mjög auðugt af bleikju. Það eru ábyggilega um þúsund villtir bleikjustofnar á landinu. Þetta er auðlind sem við getum gengið í og náð í besta efniviðinn til að þróa svo áfram sem eldisfisk,“ segir stöðvarstjórinn. Auk þess að kynbæta stofninn framleiðir stöðin bleikjuhrogn til að skila árangrinum áfram. Þannig selur kynbótastöðin um 900 lítra af hrognum á ári til eldisstöðvanna í landinu. „Það er verið að framleiða um sex þúsund tonn á ári af bleikju. Það byggir á þessum kynbætta eldisstofni,“ segir Einar. Bleikja í eldiskeri.Einar Árnason En hvaða kemur þá besta bleikjan? „Sko, við eigum ábyggilega langt í land með að finna besta náttúrulega stofninn til eldis. Þeir eru svo margir að það eru ekki tök á því að bera það allt saman saman,“ svarar Einar. Menn hafi í upphafi byrjað með fimmtán bleikjustofna. Síðan hafi bestu sjö stofnarnir af þeim verið notaðir. Tveir þeirra þyki núna bera af. „Í þessum samanburði, þá komu tveir stofnar mjög vel út. Það var Ölvesvatnsstofn á Skaga hér í Skagafirði. Og hins vegar Grenlækjarstofn á Suðurlandi. Þessir stofnar, já, þeir stóðu svolítið upp úr.“ Bleikjustofnar úr Ölvesvatni og Grenlæk þykja standa upp úr við kynbætur á eldisbleikju.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt þessir tveir myndi kjarnann er öðrum stofnum jafnframt blandað inn. „Þessir stofnar eru allir búnir að blandast saman inn í kynbótaverkefninu og við köllum þetta svona kynbótastofninn,“ segir stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað verður um Hóla í Hjaltadal í þættinum Um land allt næstkomandi mánudag. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Fiskeldi Skagafjörður Háskólar Vísindi Stangveiði Matvælaframleiðsla Matur Um land allt Landbúnaður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?