Prófa sig áfram með þriggja dómara kerfi á HM félagsliða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 14:01 Fá Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson þriðja hjólið undir dómaravagninn sinn í framtíðinni? vísir/hulda margrét Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, er að prófa sig áfram með nýjungar í dómgæslu á heimsmeistaramóti félagsliða í Sádí-Arabíu. HM félagsliða er fyrsta mótið þar sem þrír dómarar dæma leiki í stað tveggja eins og venjan er. IHF ætlaði fyrst að prófa þriggja dómara kerfið á HM fyrir tveimur árum en mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Handboltinn er í stöðugri þróun og við í dómaramálunum þurfum líka að gera það. Sex augu í stað fjögurra er möguleiki í framtíðinni,“ sagði Per Morten Södal, formaður alþjóða dómaranefndarinnar, við Handbollskanalen. „Þetta hefur verið í umræðunni í yfir tíu ár en aldrei farið af umræðustigi. Núna er þetta komið inn á völlinn.“ Að sögn Södals verður þriðji dómarinn staðsettur við hliðarlínuna. Það verða því tveir ytri dómarar og áfram einn dómari á endalínunni. Södal vonast til að þessar breytingar geti skilað sér í enn skemmtilegri leik. „Þetta fækkar verkefnum dómara. Þeir geta einbeitt sér að færri hlutum og verið undirbúnir á allt annan hátt en áður. Þetta eykur líkurnar á réttum dómum,“ sagði Södal. „Við viljum koma í veg fyrir að hlutir gerist. Enginn vill fá leik með tuttugu tveggja mínútna brottvísunum og nokkrum brottvísunum en stundum hafa dómararnir ekkert val. En við viljum hraðan og skemmtilegan leik með sem fæstum óþarfa töfum og þetta gæti verið skref í rétta átt.“ Ef þessi breyting gefst vel á HM félagsliða gæti IHF rætt við sérsambönd um að taka hana upp í sínum deildum. Tvö Íslendingalið taka þátt á HM félagsliða; Kielce og Magdeburg. Síðarnefnda liðið á titil að verja. Kielce og Magdeburg unnu bæði örugga sigra í fyrstu leikjum sínum á mótinu sem fer fram í Sádí-Arabíu. Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
HM félagsliða er fyrsta mótið þar sem þrír dómarar dæma leiki í stað tveggja eins og venjan er. IHF ætlaði fyrst að prófa þriggja dómara kerfið á HM fyrir tveimur árum en mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Handboltinn er í stöðugri þróun og við í dómaramálunum þurfum líka að gera það. Sex augu í stað fjögurra er möguleiki í framtíðinni,“ sagði Per Morten Södal, formaður alþjóða dómaranefndarinnar, við Handbollskanalen. „Þetta hefur verið í umræðunni í yfir tíu ár en aldrei farið af umræðustigi. Núna er þetta komið inn á völlinn.“ Að sögn Södals verður þriðji dómarinn staðsettur við hliðarlínuna. Það verða því tveir ytri dómarar og áfram einn dómari á endalínunni. Södal vonast til að þessar breytingar geti skilað sér í enn skemmtilegri leik. „Þetta fækkar verkefnum dómara. Þeir geta einbeitt sér að færri hlutum og verið undirbúnir á allt annan hátt en áður. Þetta eykur líkurnar á réttum dómum,“ sagði Södal. „Við viljum koma í veg fyrir að hlutir gerist. Enginn vill fá leik með tuttugu tveggja mínútna brottvísunum og nokkrum brottvísunum en stundum hafa dómararnir ekkert val. En við viljum hraðan og skemmtilegan leik með sem fæstum óþarfa töfum og þetta gæti verið skref í rétta átt.“ Ef þessi breyting gefst vel á HM félagsliða gæti IHF rætt við sérsambönd um að taka hana upp í sínum deildum. Tvö Íslendingalið taka þátt á HM félagsliða; Kielce og Magdeburg. Síðarnefnda liðið á titil að verja. Kielce og Magdeburg unnu bæði örugga sigra í fyrstu leikjum sínum á mótinu sem fer fram í Sádí-Arabíu.
Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita