Sterkari saman – sameining Skógræktar og Landgræðslu Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2022 07:30 Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skógrækt og landgræðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar