Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 13:53 Ríkisstjórn Truss er sögð hanga á bláþræði þar sem lítið svigrúm sé til frekari mistaka. AP/Daniel Leal Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. Truss baðst í gær afsökunar á mistökum ríkisstjórnar hennar í efnahagsmálum í viðtali við BBC í gærkvöldi en fullyrti að hún myndi áfram leiða Íhaldsflokkinn. Í morgun fundaði hún með ráðherrum ríkisstjórnarinnar þar sem Jeremy Hunt, nýr fjármálaráðherra Bretlands, fór meðal annars yfir umfangsmiklar niðurskurðs aðgerðir á útgjöldum hins opinbera. Hunt kynnti í gær efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár. Truss hefur aðeins verið í embætti í einn og hálfan mánuð en mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem meðal annars hefur verið rætt að koma Truss frá og velja nýjan leiðtoga. Ekki eru þó allir sammála um að hvernig skyldi fara að því. Að því er kemur fram í frétt BBC telja einhverjir innan flokksins að skipan Hunt og ný stefna í efnahagsmálum veiti henni örlítið meiri tíma og er beðið eftir frekari yfirlýsingum fjármálaráðherrans þann 31. október. Flestir eru þó sammála um að lítið svigrúm sé til frekari mistaka af hálfu Truss. James Heappey, ráðherra herafla Bretlands, sagði í samtali við BBC í morgun að nú væri ekki tíminn til að breyta um leiðtoga og að koma þyrfti í veg fyrir niðurrif innan flokksins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur sömuleiðis kallað eftir því að Truss segi af sér og að ríkisstjórnin boði til kosninga. "I'm sticking around because I was elected to deliver for this country"PM Liz Truss tells @ChrisMasonBBC she will lead the Conservatives into the next general electionhttps://t.co/5x7aSkEXTI pic.twitter.com/6FwHaGxfpd— BBC Politics (@BBCPolitics) October 18, 2022 Grunsamlegur pakki reyndist ekki sprengja Lögreglan í Lundúnum lokaði í dag götunni Whitehall eftir að tilkynning barst um grunsamlegan pakka en í götunni má eru meðal annars utanríkis- og varnamálaráðuneytin staðsett. Þá er skrifstofa Liz Truss skammt frá. Að því er kemur fram í frétt Reuters var tilkynnt um pakkann skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma en lögregla lokaði í kjölfarið veginum, girti svæðið af og flutti vegfarendur á brott. Lögreglan í Westminster greindi frá því á Twitter um klukkutíma eftir að tilkynningin barst að pakkinn hafi ekki reynst grunsamlegur eftir allt saman. Viðstaddir heyrðu sprengingar á svæðinu þar sem lögregla var sögð hafa sprengt pakkann. Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37 Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. 4. október 2022 13:55 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Truss baðst í gær afsökunar á mistökum ríkisstjórnar hennar í efnahagsmálum í viðtali við BBC í gærkvöldi en fullyrti að hún myndi áfram leiða Íhaldsflokkinn. Í morgun fundaði hún með ráðherrum ríkisstjórnarinnar þar sem Jeremy Hunt, nýr fjármálaráðherra Bretlands, fór meðal annars yfir umfangsmiklar niðurskurðs aðgerðir á útgjöldum hins opinbera. Hunt kynnti í gær efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár. Truss hefur aðeins verið í embætti í einn og hálfan mánuð en mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem meðal annars hefur verið rætt að koma Truss frá og velja nýjan leiðtoga. Ekki eru þó allir sammála um að hvernig skyldi fara að því. Að því er kemur fram í frétt BBC telja einhverjir innan flokksins að skipan Hunt og ný stefna í efnahagsmálum veiti henni örlítið meiri tíma og er beðið eftir frekari yfirlýsingum fjármálaráðherrans þann 31. október. Flestir eru þó sammála um að lítið svigrúm sé til frekari mistaka af hálfu Truss. James Heappey, ráðherra herafla Bretlands, sagði í samtali við BBC í morgun að nú væri ekki tíminn til að breyta um leiðtoga og að koma þyrfti í veg fyrir niðurrif innan flokksins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur sömuleiðis kallað eftir því að Truss segi af sér og að ríkisstjórnin boði til kosninga. "I'm sticking around because I was elected to deliver for this country"PM Liz Truss tells @ChrisMasonBBC she will lead the Conservatives into the next general electionhttps://t.co/5x7aSkEXTI pic.twitter.com/6FwHaGxfpd— BBC Politics (@BBCPolitics) October 18, 2022 Grunsamlegur pakki reyndist ekki sprengja Lögreglan í Lundúnum lokaði í dag götunni Whitehall eftir að tilkynning barst um grunsamlegan pakka en í götunni má eru meðal annars utanríkis- og varnamálaráðuneytin staðsett. Þá er skrifstofa Liz Truss skammt frá. Að því er kemur fram í frétt Reuters var tilkynnt um pakkann skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma en lögregla lokaði í kjölfarið veginum, girti svæðið af og flutti vegfarendur á brott. Lögreglan í Westminster greindi frá því á Twitter um klukkutíma eftir að tilkynningin barst að pakkinn hafi ekki reynst grunsamlegur eftir allt saman. Viðstaddir heyrðu sprengingar á svæðinu þar sem lögregla var sögð hafa sprengt pakkann.
Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37 Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. 4. október 2022 13:55 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32
Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37
Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. 4. október 2022 13:55
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21